Stjórnvöld í Kína hafa brugðist harkalega við yfirlýsingu forsetans og segja hana gróf inngrip í innanríkismál Hong Kong. Þau hafa hins vegar sjálf verið sökuð um valdníðslu með nýjum öryggislögum, sem gera stuðning við aðskilnaðarstefnu refsiverðan.
Biden segir kínversk stjórnvöld hafa gerst sek um að grafa undan lýðræðislegum ferlum og stofnunum og fyrir að setja fjölmiðlum og fræðamönnum skorður. Þá benti hann máli sínu til stuðnings á handtökur hundrað manna, þeirra á meðal aðgerðasinna og stjórnarandstæðinga.
Liu Pengyu, talsmaður sendiráðs Kína í Washington, segir um að ræða afbökun á staðreyndum og inngrip í innanríkismál Kína. Þá sagði talsmaður Hong Kong deildar kínverska utanríkisráðuneytisins um að ræða tilraun til að stofna til óróa í borginni.
Maggie Shum, fræðimaður í Bandaríkjunum, segir hins vegar um að ræða afar góðar fréttir fyrir þá námsmenn sem dvelja vestanhafs og eru óvissir um að snúa aftur til Hong Kong.
Um 155 þúsund ferðamenn frá Hong Kong heimsóttu Bandaríkin árið 2019 og 23 þúsund í fyrra. Nýja undanþágan mun hins vegar ekki ná til þeirra sem hafa hlotið alvarlega dóma.
Stjórnvöld í Bretlandi hafa þegar ákveðið að opna fyrir veitingu varanlegra dvalarleyfa til handa íbúum Hong Kong.