Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:42 Hættumat verður gert fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki. Foto: Sauðárkrókur,Skagafjörður,dróni/Egill Aðalsteinsson Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“ Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“
Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40
Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21
Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08