Lykillinn að öllu Björn Leví Gunnarsson skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Hvað þýðir ný stjórnarskrá? Áður en ég svara því þá finnst mér eiginlega betra að spyrja hvað þýðir “ný stjórnarskrá”? Ég segi ný stjórnarskrá af því að það er lagt fram heilt nýtt frumvarp um stjórnarskrá í staðinn fyrir að breyta einstaka hlutum stjórnarskrárinnar í einu. Útkoman er nokkurn veginn sú sama þegar allt kemur til alls - þannig að hvers vegna ekki breyta stjórnarskránni smá saman í nokkrum skrefum? Einfaldlega af því að það er til frumvarp með öllum breytingunum. Til hvers að leggja í auka vinnu við að skipta því upp í nokkra hluta sem allir verða að vera sjálfstæðir og skemma ekki innra samræmi heildarinnar? Sú nýja stjórnarskrá sem um ræðir og fjallað var um í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 er í rauninni ekkert rosalega ný. Stór hluti hennar er í raun gamla stjórnarskráin, nánast orðrétt, og svo nokkrar umorðanir fyrir skýrleika á því sem þegar er í núverandi stjórnarskrá. Meira en helmingurinn er nýtt efni hins vegar. Það þýðir samt ekki að ný stjórnarskrá sé alveg “ný” vegna þess að viðbæturnar eru í raun þegar í öðrum stjórnarskrám víða um heim. Allt frá því að stjórnlagaráð kláraði tillögur sínar og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja þær til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá hefur meirihluti þingsins reynt að fara þá leið að breyta stjórnarskránni frekar í áföngum. Það hefur gengið vægast sagt brösulega, í raun má fullyrða að sú aðferð hafi beðið skipbrot, þannig að það stendur í raun á þeim sem styðja þá aðferðafræði að útskýra hvers vegna hún ætti eiginlega að virka í enn eitt skiptið. Gamalt stýrikerfi Stjórnarskráin er eins og stýrikerfi. Hún takmarkar yfirgang stjórnvalda og tryggir grundvallarréttindi borgaranna. Á Íslandi erum við með gamalt stýrikerfi þar sem leikmenn og fræðimenn eru ósammála um túlkanir á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar og þegar reynir á gerir forsetinn bara það sem honum sýnist og enginn getur mótmælt túlkun hans á stjórnarskránni. Dæmi um þetta er þegar það voru miklar deilur um hvort ákvæðið um málskotsrétt forseta væri virkt - þangað til Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að beita því og þá var auðvitað ekkert við því að gera. Með því að uppfæra stýrikerfið fæst hins vegar meiri sameiginlegur skilningur á því og meiri festa í stjórnsýslunni. Nýjar viðbætur - ný stjórnarskrá Svörum þá loksins spurningunni, hvers vegna er svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Til að byrja með eru í henni lagfæringarnar á gömlu stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá er úreld á mörgum sviðum og götótt á öðrum. Heimild forseta til þess að láta saksókn falla niður er úrelt konungslegt fyrirbæri og framsal á valdi ráðherra til forsætisráðherra er mjög óljóst. Getur forseti afturkallað það framsal hvenær sem er til dæmis af eigin frumkvæði? Það þýðir að forseti gæti bara rofið þing og kallað til þingkosninga hvenær sem er. Semsagt, mjög margt sem þarf að laga í núverandi stjórnarskrá. Viðbæturnar eru jafnvel mikilvægari. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru lýðræðislegar uppfærslur og sameign á náttúru. Þar er möguleikinn á svokölluðum málskotsrétti og svo frumkvæðisrétturinn. Það er ef ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar eftir atkvæðagreiðslu þá skal verða við því. Málskotsréttur og frumkvæðisréttur eru gríðarlega mikilvægar lýðræðisumbætur til þess að stemma stigu við valdabrölti stjórnvalda. Mjög nauðsynlegar viðbætur fyrir núverandi stöðu stjórnmála á Íslandi. Í heildina á litið er ný stjórnarskrá lykilatriðið í að gera allt betur og betra á Íslandi. Það er grundvöllurinn að heilbrigðara lýðræði sem þarf að takast á við allar þær áskoranir sem við erum að glíma við í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, í atvinnumálum og öllum hinum málaflokkunum. Ný stjórnarskrá tryggir stöðugleika gangvart pólitíkinni sem veður alltaf yfir allt og alla með geðþóttaákvörðunum um pólitískt skipaða dómara eða ráðuneytisstjóra. Ný stjórnarskrá tryggir ábyrgð, sem skortir í íslensk stjórnmál. Ný stjórnarskrá setur völdin í þínar hendur, til þess að stjórnmálamenn misnoti þau ekki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Björn Leví Gunnarsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Hvað þýðir ný stjórnarskrá? Áður en ég svara því þá finnst mér eiginlega betra að spyrja hvað þýðir “ný stjórnarskrá”? Ég segi ný stjórnarskrá af því að það er lagt fram heilt nýtt frumvarp um stjórnarskrá í staðinn fyrir að breyta einstaka hlutum stjórnarskrárinnar í einu. Útkoman er nokkurn veginn sú sama þegar allt kemur til alls - þannig að hvers vegna ekki breyta stjórnarskránni smá saman í nokkrum skrefum? Einfaldlega af því að það er til frumvarp með öllum breytingunum. Til hvers að leggja í auka vinnu við að skipta því upp í nokkra hluta sem allir verða að vera sjálfstæðir og skemma ekki innra samræmi heildarinnar? Sú nýja stjórnarskrá sem um ræðir og fjallað var um í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 er í rauninni ekkert rosalega ný. Stór hluti hennar er í raun gamla stjórnarskráin, nánast orðrétt, og svo nokkrar umorðanir fyrir skýrleika á því sem þegar er í núverandi stjórnarskrá. Meira en helmingurinn er nýtt efni hins vegar. Það þýðir samt ekki að ný stjórnarskrá sé alveg “ný” vegna þess að viðbæturnar eru í raun þegar í öðrum stjórnarskrám víða um heim. Allt frá því að stjórnlagaráð kláraði tillögur sínar og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja þær til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá hefur meirihluti þingsins reynt að fara þá leið að breyta stjórnarskránni frekar í áföngum. Það hefur gengið vægast sagt brösulega, í raun má fullyrða að sú aðferð hafi beðið skipbrot, þannig að það stendur í raun á þeim sem styðja þá aðferðafræði að útskýra hvers vegna hún ætti eiginlega að virka í enn eitt skiptið. Gamalt stýrikerfi Stjórnarskráin er eins og stýrikerfi. Hún takmarkar yfirgang stjórnvalda og tryggir grundvallarréttindi borgaranna. Á Íslandi erum við með gamalt stýrikerfi þar sem leikmenn og fræðimenn eru ósammála um túlkanir á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar og þegar reynir á gerir forsetinn bara það sem honum sýnist og enginn getur mótmælt túlkun hans á stjórnarskránni. Dæmi um þetta er þegar það voru miklar deilur um hvort ákvæðið um málskotsrétt forseta væri virkt - þangað til Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að beita því og þá var auðvitað ekkert við því að gera. Með því að uppfæra stýrikerfið fæst hins vegar meiri sameiginlegur skilningur á því og meiri festa í stjórnsýslunni. Nýjar viðbætur - ný stjórnarskrá Svörum þá loksins spurningunni, hvers vegna er svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Til að byrja með eru í henni lagfæringarnar á gömlu stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá er úreld á mörgum sviðum og götótt á öðrum. Heimild forseta til þess að láta saksókn falla niður er úrelt konungslegt fyrirbæri og framsal á valdi ráðherra til forsætisráðherra er mjög óljóst. Getur forseti afturkallað það framsal hvenær sem er til dæmis af eigin frumkvæði? Það þýðir að forseti gæti bara rofið þing og kallað til þingkosninga hvenær sem er. Semsagt, mjög margt sem þarf að laga í núverandi stjórnarskrá. Viðbæturnar eru jafnvel mikilvægari. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru lýðræðislegar uppfærslur og sameign á náttúru. Þar er möguleikinn á svokölluðum málskotsrétti og svo frumkvæðisrétturinn. Það er ef ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar eftir atkvæðagreiðslu þá skal verða við því. Málskotsréttur og frumkvæðisréttur eru gríðarlega mikilvægar lýðræðisumbætur til þess að stemma stigu við valdabrölti stjórnvalda. Mjög nauðsynlegar viðbætur fyrir núverandi stöðu stjórnmála á Íslandi. Í heildina á litið er ný stjórnarskrá lykilatriðið í að gera allt betur og betra á Íslandi. Það er grundvöllurinn að heilbrigðara lýðræði sem þarf að takast á við allar þær áskoranir sem við erum að glíma við í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, í atvinnumálum og öllum hinum málaflokkunum. Ný stjórnarskrá tryggir stöðugleika gangvart pólitíkinni sem veður alltaf yfir allt og alla með geðþóttaákvörðunum um pólitískt skipaða dómara eða ráðuneytisstjóra. Ný stjórnarskrá tryggir ábyrgð, sem skortir í íslensk stjórnmál. Ný stjórnarskrá setur völdin í þínar hendur, til þess að stjórnmálamenn misnoti þau ekki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun