Megum engan tíma missa Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. ágúst 2021 12:30 Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Við megum engan tíma missa. Það er staðreynd. Það þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda svo hlýnun jarðar stöðvist. Ef horft er til núverandi markmiða sem ríki heims hafa sett fram, þá stefnir í að við náum ekki heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að stíga stærri skref og hlaupa hraðar. Þegar ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir bráðum 4 árum hafði pólitískur doði ríkt í loftslagsmálum í of langan tíma. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur markið á 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til 2030, en það höfum við nýlega uppfært í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, upp í 55%. Á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra að mínu mati. Um það munu kosningarnar í haust meðal annars snúast. Við vitum um hvað málið snýst og við vitum hvað þarf að gera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í sinni tíð sett fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Þar eru settar fram 48 aðgerðir sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Þessi aðgerðaáætlun mun taka sífelldum breytingum í takti við tækniframfarir og uppfærð markmið Íslands. Við höfum stóraukið mannauð í stjórnsýslu og eflt rannsóknir til muna. Þessar aðgerðir munu skila árangri á næstu árum og fleiri aðgerðir munu bætast við. Við vinnum nú einnig að stefnu um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum og sviðsmyndum fyrir kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow í nóvember verða þjóðarleiðtogar að taka sameiginlega stefnu í loftslagsmálum sem forðar mannkyni frá því að „kæfa plánetuna okkar og setja milljarða manna í hættu“, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag. Í Glasgow þurfa vísindin og ný skýrsla IPCC að vísa veginn og það mun ekki standa á mér verði ég enn þá fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Við megum engan tíma missa. Það er staðreynd. Það þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda svo hlýnun jarðar stöðvist. Ef horft er til núverandi markmiða sem ríki heims hafa sett fram, þá stefnir í að við náum ekki heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að stíga stærri skref og hlaupa hraðar. Þegar ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir bráðum 4 árum hafði pólitískur doði ríkt í loftslagsmálum í of langan tíma. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur markið á 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til 2030, en það höfum við nýlega uppfært í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, upp í 55%. Á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra að mínu mati. Um það munu kosningarnar í haust meðal annars snúast. Við vitum um hvað málið snýst og við vitum hvað þarf að gera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í sinni tíð sett fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Þar eru settar fram 48 aðgerðir sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Þessi aðgerðaáætlun mun taka sífelldum breytingum í takti við tækniframfarir og uppfærð markmið Íslands. Við höfum stóraukið mannauð í stjórnsýslu og eflt rannsóknir til muna. Þessar aðgerðir munu skila árangri á næstu árum og fleiri aðgerðir munu bætast við. Við vinnum nú einnig að stefnu um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum og sviðsmyndum fyrir kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow í nóvember verða þjóðarleiðtogar að taka sameiginlega stefnu í loftslagsmálum sem forðar mannkyni frá því að „kæfa plánetuna okkar og setja milljarða manna í hættu“, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag. Í Glasgow þurfa vísindin og ný skýrsla IPCC að vísa veginn og það mun ekki standa á mér verði ég enn þá fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun