Hreppaflutningar 21. aldarinnar Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:31 Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun