Mætir til æfinga eftir 11 mánaða fjarveru Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2021 23:01 Saquon Barkley (t.h.) er að snúa aftur til æfinga. vísir/getty Bakvörðurinn Saquon Barkley sem leikur með New York Giants í bandarísku ruðningsdeildinni, NFL, er á leið til æfinga eftir tæplega árs fjarveru frá vellinum. Barkley sleit krossband í upphafi síðustu leiktíðar. Barkley er 24 ára gamall og kom sem stormsveipur inn í deildina árið 2018. Hann hljóp yfir 1300 stikur (e. yards) með boltann þá leiktíð, tók 91 sinni á móti boltanum fyrir 721 stikur til viðbótar, en 91 grip hans er met fyrir nýliða í deildinni. Þá skoraði hann 15 snertimörk og var valinn nýliði ársins það ár. Barkley hljóp aftur yfir 1000 stikur á öðru tímabili sínu árið 2019, þrátt fyrir að spila aðeins 13 leiki, og varð þar með sá fyrsti í sögu risanna frá New York til að afreka það á sínum fyrstu tveimur leiktíðum með félaginu. Leiktíðin í fyrra var hins vegar skammvinn hjá Barkley þar sem hann var borinn meiddur af velli í öðrum leik tímabilsins gegn Chicago Bears í lok september á síðasta ári. Í ljós kom að hann hefði slitið krossband. Barkley hefur ekki æft með liði sínu síðan en í dag var greint frá því að hann væri að snúa aftur á völlinn. Ólíklegt þykir að hann nái upphafi komandi tímabils en ætti að vera klár þegar dregur á haustið. Giants taka tíðindunum eflaust fagnandi eftir stormasamt undirbúningstímabil þar sem fregnir af slagsmálum á æfingum og af leikmönnum að leggjast í helgan stein hafa borið hvað hæst síðustu daga. Þrír leikmenn liðsins, þeir Zach Fulton, Todd Davis og Joe Looney, hafa allir lagt skó sína á hilluna á innan við viku. Looney hafði samið við risanna aðeins nokkrum dögum áður en hann sagði ferli sínum lokið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Barkley er 24 ára gamall og kom sem stormsveipur inn í deildina árið 2018. Hann hljóp yfir 1300 stikur (e. yards) með boltann þá leiktíð, tók 91 sinni á móti boltanum fyrir 721 stikur til viðbótar, en 91 grip hans er met fyrir nýliða í deildinni. Þá skoraði hann 15 snertimörk og var valinn nýliði ársins það ár. Barkley hljóp aftur yfir 1000 stikur á öðru tímabili sínu árið 2019, þrátt fyrir að spila aðeins 13 leiki, og varð þar með sá fyrsti í sögu risanna frá New York til að afreka það á sínum fyrstu tveimur leiktíðum með félaginu. Leiktíðin í fyrra var hins vegar skammvinn hjá Barkley þar sem hann var borinn meiddur af velli í öðrum leik tímabilsins gegn Chicago Bears í lok september á síðasta ári. Í ljós kom að hann hefði slitið krossband. Barkley hefur ekki æft með liði sínu síðan en í dag var greint frá því að hann væri að snúa aftur á völlinn. Ólíklegt þykir að hann nái upphafi komandi tímabils en ætti að vera klár þegar dregur á haustið. Giants taka tíðindunum eflaust fagnandi eftir stormasamt undirbúningstímabil þar sem fregnir af slagsmálum á æfingum og af leikmönnum að leggjast í helgan stein hafa borið hvað hæst síðustu daga. Þrír leikmenn liðsins, þeir Zach Fulton, Todd Davis og Joe Looney, hafa allir lagt skó sína á hilluna á innan við viku. Looney hafði samið við risanna aðeins nokkrum dögum áður en hann sagði ferli sínum lokið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira