Hugrekki óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. ágúst 2021 09:40 Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið. Sem karakter hins vegar var hún sterk og sjálfstæð, sem dæmi rak hún litla hannyrðabúð í meira en þrjá áratugi og hætti því eingöngu í kjölfar eldsvoða árið 1983, þá meira en áttrætt. Amma hafði kjark til að lifa lífinu á sinn hátt, sem dæmi þótti henni betra sem ungri manneskju að labba frá Reykjavíkur til Mosfellsbæjar, þar sem hún vann, og svo aftur til baka, en að þiggja far hjá ókunnugum. Hún kom af kynslóð sem upplifað hafði sárafátækt. Áföll voru til að sigrast á en ekki til að væla yfir. Vörumst vælumenninguna Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba. Hjarðhegðun er smitandi og svo virðist sem margar stoðir samfélagsins, svo sem atvinnulífið, samþykki þá aðferð að dæma megi einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum, svipta hann mannorði, atvinnutækifærum og stuðla að samfélagslegri útskúfun viðkomandi. Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar. Innblástur og hvatning Fyrir um mánuði síðan birti ég grein á visir.is sem í grunninn snerist um mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreinda einstaklinga. Eins og við mátti búast riðu ófáir fram á ritvöll samfélagsmiðla og andmæltu viðhorfum mínum. Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumikilum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt, en viðkomandi þakkaði mér m.a. fyrir að vera „rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun“. Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti. Þá komum við að boðskap þessarar greinar. Munum eftir þeim kynslóðum sem á undan okkur komu og kölluðu ekki allt ömmu sína. Látum ekki netníðinga beygja okkur í duftið. Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið. Sem karakter hins vegar var hún sterk og sjálfstæð, sem dæmi rak hún litla hannyrðabúð í meira en þrjá áratugi og hætti því eingöngu í kjölfar eldsvoða árið 1983, þá meira en áttrætt. Amma hafði kjark til að lifa lífinu á sinn hátt, sem dæmi þótti henni betra sem ungri manneskju að labba frá Reykjavíkur til Mosfellsbæjar, þar sem hún vann, og svo aftur til baka, en að þiggja far hjá ókunnugum. Hún kom af kynslóð sem upplifað hafði sárafátækt. Áföll voru til að sigrast á en ekki til að væla yfir. Vörumst vælumenninguna Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba. Hjarðhegðun er smitandi og svo virðist sem margar stoðir samfélagsins, svo sem atvinnulífið, samþykki þá aðferð að dæma megi einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum, svipta hann mannorði, atvinnutækifærum og stuðla að samfélagslegri útskúfun viðkomandi. Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar. Innblástur og hvatning Fyrir um mánuði síðan birti ég grein á visir.is sem í grunninn snerist um mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreinda einstaklinga. Eins og við mátti búast riðu ófáir fram á ritvöll samfélagsmiðla og andmæltu viðhorfum mínum. Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumikilum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt, en viðkomandi þakkaði mér m.a. fyrir að vera „rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun“. Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti. Þá komum við að boðskap þessarar greinar. Munum eftir þeim kynslóðum sem á undan okkur komu og kölluðu ekki allt ömmu sína. Látum ekki netníðinga beygja okkur í duftið. Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi. Höfundur er lögfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun