Hugrekki óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. ágúst 2021 09:40 Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið. Sem karakter hins vegar var hún sterk og sjálfstæð, sem dæmi rak hún litla hannyrðabúð í meira en þrjá áratugi og hætti því eingöngu í kjölfar eldsvoða árið 1983, þá meira en áttrætt. Amma hafði kjark til að lifa lífinu á sinn hátt, sem dæmi þótti henni betra sem ungri manneskju að labba frá Reykjavíkur til Mosfellsbæjar, þar sem hún vann, og svo aftur til baka, en að þiggja far hjá ókunnugum. Hún kom af kynslóð sem upplifað hafði sárafátækt. Áföll voru til að sigrast á en ekki til að væla yfir. Vörumst vælumenninguna Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba. Hjarðhegðun er smitandi og svo virðist sem margar stoðir samfélagsins, svo sem atvinnulífið, samþykki þá aðferð að dæma megi einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum, svipta hann mannorði, atvinnutækifærum og stuðla að samfélagslegri útskúfun viðkomandi. Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar. Innblástur og hvatning Fyrir um mánuði síðan birti ég grein á visir.is sem í grunninn snerist um mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreinda einstaklinga. Eins og við mátti búast riðu ófáir fram á ritvöll samfélagsmiðla og andmæltu viðhorfum mínum. Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumikilum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt, en viðkomandi þakkaði mér m.a. fyrir að vera „rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun“. Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti. Þá komum við að boðskap þessarar greinar. Munum eftir þeim kynslóðum sem á undan okkur komu og kölluðu ekki allt ömmu sína. Látum ekki netníðinga beygja okkur í duftið. Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið. Sem karakter hins vegar var hún sterk og sjálfstæð, sem dæmi rak hún litla hannyrðabúð í meira en þrjá áratugi og hætti því eingöngu í kjölfar eldsvoða árið 1983, þá meira en áttrætt. Amma hafði kjark til að lifa lífinu á sinn hátt, sem dæmi þótti henni betra sem ungri manneskju að labba frá Reykjavíkur til Mosfellsbæjar, þar sem hún vann, og svo aftur til baka, en að þiggja far hjá ókunnugum. Hún kom af kynslóð sem upplifað hafði sárafátækt. Áföll voru til að sigrast á en ekki til að væla yfir. Vörumst vælumenninguna Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba. Hjarðhegðun er smitandi og svo virðist sem margar stoðir samfélagsins, svo sem atvinnulífið, samþykki þá aðferð að dæma megi einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum, svipta hann mannorði, atvinnutækifærum og stuðla að samfélagslegri útskúfun viðkomandi. Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar. Innblástur og hvatning Fyrir um mánuði síðan birti ég grein á visir.is sem í grunninn snerist um mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreinda einstaklinga. Eins og við mátti búast riðu ófáir fram á ritvöll samfélagsmiðla og andmæltu viðhorfum mínum. Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumikilum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt, en viðkomandi þakkaði mér m.a. fyrir að vera „rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun“. Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti. Þá komum við að boðskap þessarar greinar. Munum eftir þeim kynslóðum sem á undan okkur komu og kölluðu ekki allt ömmu sína. Látum ekki netníðinga beygja okkur í duftið. Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi. Höfundur er lögfræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun