Fjórðungur landsmanna kominn með Covid-kvíða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 21:01 Kvíði landsmanna hefur aukist mikið samhliða vexti faraldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Covid-19. Biðlistar eftir sálfræðiaðstoð hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú. Nýr þjóðarpúls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent landsmanna óttist nú mikið að smitast af Covid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu áhyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí. Vísir/Sigrún Meira en helmingur landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins á Íslandi miðað við þrjátíu prósent í byrjun júlí. Þessar áhyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólusettur. Vísir/Sigrún Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna finni nú almennt fyrir miklum kvíða vegna Covid-19, samanborið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun. Vísir/Sigrún Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann Fyrir því finna sálfræðingar landsins vel en biðlistar hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sálfræðiaðstoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur. Vísir ræddi við Tómas Pál Þorvaldsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Hann segist hafa fundið vel fyrir verri andlegri líðan landsmanna. Hún komi greinilega fram í aukinni aðsókn í sálfræðiaðstoð vegna kvíða og annarra andlegra kvilla síðustu mánuði. „Með aukinni óvissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því samasemmerki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá einmitt að bóluefnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil óvissa,“ segir Tómas Páll. „Og fólk sér þá kannski ekki alveg hvenær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri óvissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri tilfinningar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Nýr þjóðarpúls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent landsmanna óttist nú mikið að smitast af Covid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu áhyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí. Vísir/Sigrún Meira en helmingur landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins á Íslandi miðað við þrjátíu prósent í byrjun júlí. Þessar áhyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólusettur. Vísir/Sigrún Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna finni nú almennt fyrir miklum kvíða vegna Covid-19, samanborið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun. Vísir/Sigrún Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann Fyrir því finna sálfræðingar landsins vel en biðlistar hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sálfræðiaðstoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur. Vísir ræddi við Tómas Pál Þorvaldsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Hann segist hafa fundið vel fyrir verri andlegri líðan landsmanna. Hún komi greinilega fram í aukinni aðsókn í sálfræðiaðstoð vegna kvíða og annarra andlegra kvilla síðustu mánuði. „Með aukinni óvissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því samasemmerki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá einmitt að bóluefnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil óvissa,“ segir Tómas Páll. „Og fólk sér þá kannski ekki alveg hvenær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri óvissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri tilfinningar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira