Fjórðungur landsmanna kominn með Covid-kvíða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 21:01 Kvíði landsmanna hefur aukist mikið samhliða vexti faraldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Covid-19. Biðlistar eftir sálfræðiaðstoð hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú. Nýr þjóðarpúls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent landsmanna óttist nú mikið að smitast af Covid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu áhyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí. Vísir/Sigrún Meira en helmingur landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins á Íslandi miðað við þrjátíu prósent í byrjun júlí. Þessar áhyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólusettur. Vísir/Sigrún Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna finni nú almennt fyrir miklum kvíða vegna Covid-19, samanborið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun. Vísir/Sigrún Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann Fyrir því finna sálfræðingar landsins vel en biðlistar hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sálfræðiaðstoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur. Vísir ræddi við Tómas Pál Þorvaldsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Hann segist hafa fundið vel fyrir verri andlegri líðan landsmanna. Hún komi greinilega fram í aukinni aðsókn í sálfræðiaðstoð vegna kvíða og annarra andlegra kvilla síðustu mánuði. „Með aukinni óvissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því samasemmerki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá einmitt að bóluefnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil óvissa,“ segir Tómas Páll. „Og fólk sér þá kannski ekki alveg hvenær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri óvissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri tilfinningar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Nýr þjóðarpúls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent landsmanna óttist nú mikið að smitast af Covid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu áhyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí. Vísir/Sigrún Meira en helmingur landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins á Íslandi miðað við þrjátíu prósent í byrjun júlí. Þessar áhyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólusettur. Vísir/Sigrún Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna finni nú almennt fyrir miklum kvíða vegna Covid-19, samanborið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun. Vísir/Sigrún Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann Fyrir því finna sálfræðingar landsins vel en biðlistar hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sálfræðiaðstoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur. Vísir ræddi við Tómas Pál Þorvaldsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Hann segist hafa fundið vel fyrir verri andlegri líðan landsmanna. Hún komi greinilega fram í aukinni aðsókn í sálfræðiaðstoð vegna kvíða og annarra andlegra kvilla síðustu mánuði. „Með aukinni óvissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því samasemmerki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá einmitt að bóluefnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil óvissa,“ segir Tómas Páll. „Og fólk sér þá kannski ekki alveg hvenær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri óvissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri tilfinningar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira