Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira