Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 13:42 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Vísir/baldur Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53