Ný framtíð Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 12. ágúst 2021 10:01 Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar. Öll mín fullorðinsár – síðustu 4 áratugir hafa einkennst af þeirri miklu samfélagsbyltingu sem kennd er við nýfrjálshyggju eða fjármálakapítalisma. Það þýðir að samfélagið allt er stillt inná gróðasókn þar sem eina hlutverk fyrirtækja er að færa eigendum og hluthöfum sem mestan arð í og því háttarlagi fylgir tillitsleysi við umhverfi sitt og samfélag. Þetta er eyðandi og eyðileggjandi kerfi sem framleiðir fáa miljarðamæringa en eyðir velferðarkerfi almennings, skapar fátækt og ójöfnuð. Þetta var ekki svona.Við þekkjum tíma þegar við áttum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi um allt land og konur gátu fætt börn sín í heimabyggð.Víða um heim voru húsnæðismál leyst með stórverkefnum á sviði félagslegra íbúðarbygginga og í nokkrum mæli hér líka. Félagslegt bankakerfi sem fjárfesti í raunhagkerfinu var til.Ekki það rænulausa brask og bólukerfi sem er sköpunarverk bankanna í dag. Samvinnuhreyfingin var sterk og hún hélt auðnum í heimabyggð og var lýðræðislega uppbyggð og svo framvegis. Svona aðferðir vill Sósíalistaflokkurinn nota og sníða að nútímanum og þeim stóru vandamálum sem blasa við í dag eins og loftslagsmálum, síauknum ójöfnuði og óréttlæti Efnahagskerfi sem hannað er til að skila eigendum fjármagns og stórfyrirtækja hámarksgróða á sem stystum tíma er augljóslega ekki að taka á stórum vandamálum á þann rótæka hátt sem til þarf. Þess vegna er grundvallar atriði að taka upp nýtt efnahags- og félagskerfi. Samhyggju í stað sérhyggju, sósíalisma. Þá er hægt að leggja í þær rótæku breytingar sem skapað geta nýja og betri framtíð. Núna þegar gengið er til kosninga 25. september hlýtur spilling stjórnmálastéttarinnar að vera ofarlega í huga. Skoðanakannanir um fjölmörg stærstu mál samfélagsins sýna okkur að þjóðarviljinn nær ekki inn fyrir múra Alþingis. Þar sitja stjórnvöld sem framkvæma, kosningar eftir kosningar, þveröfuga stefnu. Ég vil berjast fyrir því með Sósíalistaflokknum að færa þjóðarviljann inn á Alþingi og afnema forréttindi stjórnmálastéttarinnar sem komin eru út í algera öfga. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar. Öll mín fullorðinsár – síðustu 4 áratugir hafa einkennst af þeirri miklu samfélagsbyltingu sem kennd er við nýfrjálshyggju eða fjármálakapítalisma. Það þýðir að samfélagið allt er stillt inná gróðasókn þar sem eina hlutverk fyrirtækja er að færa eigendum og hluthöfum sem mestan arð í og því háttarlagi fylgir tillitsleysi við umhverfi sitt og samfélag. Þetta er eyðandi og eyðileggjandi kerfi sem framleiðir fáa miljarðamæringa en eyðir velferðarkerfi almennings, skapar fátækt og ójöfnuð. Þetta var ekki svona.Við þekkjum tíma þegar við áttum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi um allt land og konur gátu fætt börn sín í heimabyggð.Víða um heim voru húsnæðismál leyst með stórverkefnum á sviði félagslegra íbúðarbygginga og í nokkrum mæli hér líka. Félagslegt bankakerfi sem fjárfesti í raunhagkerfinu var til.Ekki það rænulausa brask og bólukerfi sem er sköpunarverk bankanna í dag. Samvinnuhreyfingin var sterk og hún hélt auðnum í heimabyggð og var lýðræðislega uppbyggð og svo framvegis. Svona aðferðir vill Sósíalistaflokkurinn nota og sníða að nútímanum og þeim stóru vandamálum sem blasa við í dag eins og loftslagsmálum, síauknum ójöfnuði og óréttlæti Efnahagskerfi sem hannað er til að skila eigendum fjármagns og stórfyrirtækja hámarksgróða á sem stystum tíma er augljóslega ekki að taka á stórum vandamálum á þann rótæka hátt sem til þarf. Þess vegna er grundvallar atriði að taka upp nýtt efnahags- og félagskerfi. Samhyggju í stað sérhyggju, sósíalisma. Þá er hægt að leggja í þær rótæku breytingar sem skapað geta nýja og betri framtíð. Núna þegar gengið er til kosninga 25. september hlýtur spilling stjórnmálastéttarinnar að vera ofarlega í huga. Skoðanakannanir um fjölmörg stærstu mál samfélagsins sýna okkur að þjóðarviljinn nær ekki inn fyrir múra Alþingis. Þar sitja stjórnvöld sem framkvæma, kosningar eftir kosningar, þveröfuga stefnu. Ég vil berjast fyrir því með Sósíalistaflokknum að færa þjóðarviljann inn á Alþingi og afnema forréttindi stjórnmálastéttarinnar sem komin eru út í algera öfga. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar