Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 12:00 Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Vísir/Bára Dröfn Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira