Næstum því 47 ár upp á dag síðan Víkingar slógu KR síðast út úr bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 15:01 Það gengur oft mikið á í leikjum Víkinga og KR. Vísir/HAG Víkingur tekur á móti KR í kvöld í lokaleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sjö félög eru komin áfram og það ræðst í Víkinni í kvöld hvað verður áttunda liðið. Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0 Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira