Fagna sáttum og áframhaldandi starfsemi safnsins Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 16:49 Páll Guðmundsson, sem rekið hefur Legsteinasafnið á Húsafelli, segist ánægður með að safnið verði ekki rifið eða fært. „Ég fagna þessu mjög mikið,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segist þar að auki ánægður með að þetta skuli gerast á svo flottum degi og afmælisdegi Thors Vilhjálmssonar, sem hann vann mikið með. Til stóð að rífa hús Legsteinasafnsins, sem kallast Legsteinaskálinn, klukkan tvö í dag. Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum. Niðurrifinu var þó frestað og stóðu viðræður yfir í nokkrar klukkustundir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir viðræðurnar í raun hafa byrjað í gærkvöldi. Rætt hafi verið við eigendur Gamla bæjar og Bæjargils og þeir hafi séð forsendur til sáttaumleitanna. Þær hafi byrjað átta í morgun. „Þetta var erfið umræða og tók töluverðan tíma en að lokum eru allir sáttir við niðurstöðuna,“ segir Þórdís. „Niðurstaðan er þá að Legsteinaskálinn verður ekki rifinn og eigandi Gamla bæjar fullnustar ekki dóminn um niðurrif eða dagsektir.“ Þá verði gerð sátt um deiliskipulag á lóðum Gamla bæjar og Bæjargils. Þórdís segir þetta varanlega niðurstöðu í málinu. Búið sé að undirrita samkomulag. „Við erum ótrúlega ánægð með að þessu skrefi sé lokið.“ Páll, Halldóra Lóa, Þórdís og Helgi Kr. Eiríksson.Vísir/Rax Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrri samfélagið í Borgarbyggð, menningarverðmæti og söguna. „Þetta er gríðarlega góð stund að vera búin að ná sáttum í þessu máli,“ segir Þórdís. Hún segir sérstaklega gott að nú sé hægt að halda áfram uppbyggingu á svæðinu í sátt og samlyndi allra. Skrifað var undir samning í Húsafellskirkju rétt fyrir klukkan 16.Vísir/RAX Páll fylgist með því þegar þak á hluta hússins var aftur komið fyrir á sinn stað á fimmta tímanum. Þakhlutinn var tekinn af í gær.Vísir/RAX Frá því meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu.Vísir/RAX Hér sjáum við inn í húsið sem deilurnar snúast um. Hús fyrir legsteinasafn Páls.Vísir/RAX Séra Geir Waage og Páll á Húsafelli bíða.Vísir/RAX Vísir/RAX Páll Guðmundsson (til hægri), listamaður á Húsafelli, bíður nú niðurstöðu fundarins.Vísir/RAX Borgarbyggð Söfn Kirkjugarðar Deilur um legsteinasafn í Húsafelli Tengdar fréttir Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Ég fagna þessu mjög mikið,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segist þar að auki ánægður með að þetta skuli gerast á svo flottum degi og afmælisdegi Thors Vilhjálmssonar, sem hann vann mikið með. Til stóð að rífa hús Legsteinasafnsins, sem kallast Legsteinaskálinn, klukkan tvö í dag. Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum. Niðurrifinu var þó frestað og stóðu viðræður yfir í nokkrar klukkustundir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir viðræðurnar í raun hafa byrjað í gærkvöldi. Rætt hafi verið við eigendur Gamla bæjar og Bæjargils og þeir hafi séð forsendur til sáttaumleitanna. Þær hafi byrjað átta í morgun. „Þetta var erfið umræða og tók töluverðan tíma en að lokum eru allir sáttir við niðurstöðuna,“ segir Þórdís. „Niðurstaðan er þá að Legsteinaskálinn verður ekki rifinn og eigandi Gamla bæjar fullnustar ekki dóminn um niðurrif eða dagsektir.“ Þá verði gerð sátt um deiliskipulag á lóðum Gamla bæjar og Bæjargils. Þórdís segir þetta varanlega niðurstöðu í málinu. Búið sé að undirrita samkomulag. „Við erum ótrúlega ánægð með að þessu skrefi sé lokið.“ Páll, Halldóra Lóa, Þórdís og Helgi Kr. Eiríksson.Vísir/Rax Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrri samfélagið í Borgarbyggð, menningarverðmæti og söguna. „Þetta er gríðarlega góð stund að vera búin að ná sáttum í þessu máli,“ segir Þórdís. Hún segir sérstaklega gott að nú sé hægt að halda áfram uppbyggingu á svæðinu í sátt og samlyndi allra. Skrifað var undir samning í Húsafellskirkju rétt fyrir klukkan 16.Vísir/RAX Páll fylgist með því þegar þak á hluta hússins var aftur komið fyrir á sinn stað á fimmta tímanum. Þakhlutinn var tekinn af í gær.Vísir/RAX Frá því meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu.Vísir/RAX Hér sjáum við inn í húsið sem deilurnar snúast um. Hús fyrir legsteinasafn Páls.Vísir/RAX Séra Geir Waage og Páll á Húsafelli bíða.Vísir/RAX Vísir/RAX Páll Guðmundsson (til hægri), listamaður á Húsafelli, bíður nú niðurstöðu fundarins.Vísir/RAX
Borgarbyggð Söfn Kirkjugarðar Deilur um legsteinasafn í Húsafelli Tengdar fréttir Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47
Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38