Kara ekki enn fengið þá litlu í fangið eftir martröðina á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 11:30 Kara Saunders með Scottie dóttur sína sem hefur ekki séð mömmu sína, nema í gegnum netið, í næstum því heilan mánuð. Instagram/karasaundo Kara Saunders nældi sér í kórónuveiruna á ferðalaginu frá Ástralíu til Bandaríkjanna, þurfti síðan að hætta keppni á heimsleikunum vegna áhrifa veirunnar og er enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þrátt fyrir að það séu tvær vikur síðan hún hætti keppni. Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira