Samsung-erfinginn á reynslulausn Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2021 08:01 Hinn 53 ára Lee Jae-yong ræddi við fjölmiðlaeftir að honum var sleppt í morgun. AP Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. Hann sat inni eftir að hafa hlotið dóm í fyrir mútur og fjárdrátt í máli sem vakið hefur gríðarlega athygli í Suður-Kóreu á síðustu árum. Erlendir fjölmiðlar segja líklegt að hann snúi aftur til starfa hjá Samsung innan skamms. Lee, sem skipar 202. sætið á lista Forbes fyrir auðugustu menn heims, sat inni í 207 daga en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í janúar síðastliðnum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee baðst afsökunar á gjörðum sínum eftir að honum hafði verið sleppt úr fangelsi í höfuðborginni Seúl í morgun. Þó að Lee hafi enn átt eftir að afplána ár af dómnum voru bæði stjórnmálamenn og háttsettir menn í viðskiptalífinu farnir að þrýsta á að Lee yrði sleppt þar sem talið var að fangelsisvist hans væri að tefja fyrir nauðsynlegum ákvörðunum innan þessa stærsta fyrirtækis landsins. Dómsmálaráðuneyti Suður-Kóreu greindi frá því á mánudag að Lee fengi reynslulausn ásamt átta hundruð öðrum föngum og var þar vísað í áhrif faraldurs kórónuveirunnar á efnahagslíf landsins. Lee hefur stjórnað Samsung frá því faðir hans, Lee Kun-hee, fékk hjartaáfall árið 2014. Rannsókn á meintum brotum hans og annarra hófst árið 2018. Samsung Suður-Kórea Tengdar fréttir Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27 Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Hann sat inni eftir að hafa hlotið dóm í fyrir mútur og fjárdrátt í máli sem vakið hefur gríðarlega athygli í Suður-Kóreu á síðustu árum. Erlendir fjölmiðlar segja líklegt að hann snúi aftur til starfa hjá Samsung innan skamms. Lee, sem skipar 202. sætið á lista Forbes fyrir auðugustu menn heims, sat inni í 207 daga en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í janúar síðastliðnum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee baðst afsökunar á gjörðum sínum eftir að honum hafði verið sleppt úr fangelsi í höfuðborginni Seúl í morgun. Þó að Lee hafi enn átt eftir að afplána ár af dómnum voru bæði stjórnmálamenn og háttsettir menn í viðskiptalífinu farnir að þrýsta á að Lee yrði sleppt þar sem talið var að fangelsisvist hans væri að tefja fyrir nauðsynlegum ákvörðunum innan þessa stærsta fyrirtækis landsins. Dómsmálaráðuneyti Suður-Kóreu greindi frá því á mánudag að Lee fengi reynslulausn ásamt átta hundruð öðrum föngum og var þar vísað í áhrif faraldurs kórónuveirunnar á efnahagslíf landsins. Lee hefur stjórnað Samsung frá því faðir hans, Lee Kun-hee, fékk hjartaáfall árið 2014. Rannsókn á meintum brotum hans og annarra hófst árið 2018.
Samsung Suður-Kórea Tengdar fréttir Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27 Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27
Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46