Gætu leikir gegn Keflavík verið það sem skilur að á toppi töflunnar þegar tímabilinu lýkur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Eysteinn Hún Hauksson með blýantinn góða ásamt Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Lið þeirra getur heldur betur hleypt toppbaráttu deildarinnar í uppnám takist þeim að næla í stig á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Keflavíkur mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir lögðu Breiðablik nýverið en geta í kvöld gert Blikum greiða með því að stela stigum af meisturunum. Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira