Forstjóri Barnaverndarstofu færir sig um set Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2021 14:38 Heiða Björg Pálmadóttir. Heilbrigðisráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að ráðgefandi hæfnisnefnd um skipun í embættið hafi metið Heiðu mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Skipað verður í embættið til fimm ára. „Heiða Björg lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut leyfi til starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2008 og leggur nú stund á doktorsnám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur gegnt embætti forstjóri Barnaverndarstofu frá árinu 2018. Áður starfaði hún um árabil sem yfirlögfræðingur á sömu stofnun. Hún hefur starfað sem stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, starfaði sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni alþingis 2006-2008 og gegndi lögfræðistörfum á sjúkratryggingasviði Tryggingastofnunar ríkisins 2005-2008. Ráðgefandi nefnd skipuð samkvæmt 19. gr. laga 115/2011 um Stjórnarráð Íslands lagði mat á hæfni umsækjenda. Í umsögn nefndarinnar segir að Heiða Björg hafi afburða þekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu. Þá hafi hún sem forstjóri Barnaverndarstofu og yfirlögfræðingur á stofnuninni þar sem starfa rúmlega 100 starfsmenn við flókna og viðkvæma starfsemi, öðlast góða stjórnunarreynslu, auk þekkingar og reynslu í opinberum fjármálum og rekstri. Jafnframt er bent á að hún hafi borið ábyrgð á og stýrt stefnumótun stofnunarinnar á tímum mikilla breytinga. Sem fyrr segir mat nefndin Heiðu Björgu mjög vel hæfa til embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að ráðgefandi hæfnisnefnd um skipun í embættið hafi metið Heiðu mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Skipað verður í embættið til fimm ára. „Heiða Björg lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut leyfi til starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2008 og leggur nú stund á doktorsnám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur gegnt embætti forstjóri Barnaverndarstofu frá árinu 2018. Áður starfaði hún um árabil sem yfirlögfræðingur á sömu stofnun. Hún hefur starfað sem stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, starfaði sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni alþingis 2006-2008 og gegndi lögfræðistörfum á sjúkratryggingasviði Tryggingastofnunar ríkisins 2005-2008. Ráðgefandi nefnd skipuð samkvæmt 19. gr. laga 115/2011 um Stjórnarráð Íslands lagði mat á hæfni umsækjenda. Í umsögn nefndarinnar segir að Heiða Björg hafi afburða þekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu. Þá hafi hún sem forstjóri Barnaverndarstofu og yfirlögfræðingur á stofnuninni þar sem starfa rúmlega 100 starfsmenn við flókna og viðkvæma starfsemi, öðlast góða stjórnunarreynslu, auk þekkingar og reynslu í opinberum fjármálum og rekstri. Jafnframt er bent á að hún hafi borið ábyrgð á og stýrt stefnumótun stofnunarinnar á tímum mikilla breytinga. Sem fyrr segir mat nefndin Heiðu Björgu mjög vel hæfa til embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira