Erfitt að geta ekki brosað til fólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan rúmar ekki fleiri sjúklinga og hefur verið brugðið á það ráð að senda sjúklinga til Akureyrar. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. Líkt og fram hefur komið er gjörgæslan yfirfull og senda hefur þurft sjúklinga, alvarlega veikt fólk, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sigrún segir að mönnunarvandi sé mikill en að allt kapp sé lagt á að gera hlutina eins vel og hægt er. Fréttastofa fékk að fylgjast með aðstæðum á gjörgæslunni í Fossvogi dag en þar lágu inni sex sjúklingar með covid-19. Sigrún segir það taka á bæði andlega og líkamlega að starfa á gjörgæslunni í aðstæðum sem þessum ekki síst þegar það þarf að vera í sérstökum sóttvarnagalla klukkutímunum saman.Fréttastofa fékk að líta inn á gjörgæsludeild Landspítala í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Einangrað fyrir sjúklinga og starfsfólk „Það er bæði erfitt að vera í þessum galla, það tekur á, það er mjög heitt, maður tapar miklum vökva, maður kemur út mjög þyrstur og mjög þreyttur, þannig að líkamlega tekur þetta mjög mikið á. Andlega tekur þetta svakalega á. Maður getur ekki átt almennileg samskipti við fólk, maður er svo vanur að nota líkamstjáningu og andlitið, eins og að brosa framan í fólk. Allt í einu er maður búinn að vera að annast fólk sem hefur aldrei séð framan í mann. Maður getur ekki hleypt ættingjum í heimsókn og mér finnst það hræðilegt. Þetta verður svo einangrað. Þannig að þetta tekur á, andlega líka.“ Starfsfólk er klætt í hlífðarfatnað frá toppi til táar, með grímu, gleraugu og/eða hlífðarskjöld, með hanska og þarf að passa að snerta ekkert og má aldrei koma við grímuna eða maskann. Gríman er mun þéttari en þær bláu sem notaðar eru dagsdaglega þannig að fólki verður fljótt heitt, það verður erfitt að anda og gleraugun þokast þannig að það verður erfitt að sjá út um þau. Sigrún segir það þó ekki síður erfitt fyrir sjúklingana, sem bregður stundum við að sjá starfsfólk í hlífðargöllunum. „Fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning.“Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Eins og geimverur „Við erum búin að læra ýmsar leiðir fyrir samskipti og annað. En fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning, að vera bara með fullt af geimverum í kringum sig í bláum galla sem er að reyna að kalla til manns á bakvið þennan maska. Það heyrist verr í manni, maður þarf að beita röddinni, maður þarf einhvern veginn að hrópa á fólk til þess að það heyri og ég held það taki á fyrir alla, starfsfólk sem og sjúklinga,“ segir hún og bætir við að sjúklingarnir líki starfsfólki stundum við geimverur þegar það er klætt í sóttvarnagallana. Hún segir einnig mörg dæmi um þrýstingsáverka eftir grímurnar, sem eru svo þéttar að fólk getur hreinlega ekki gert svipbrigði undir þeim. „Þannig er það bara eftir góða vakt, þá ertu marinn í andlitinu.“ Venst þetta einhvern tímann? „Nei og mig langar ekkert að láta þetta venjast. Við erum orðin ansi fær í þessu. Maður er orðinn ansi góður í að klæða sig fljótt og hlaupa inn en ég ætla ekkert að láta þetta venjast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Líkt og fram hefur komið er gjörgæslan yfirfull og senda hefur þurft sjúklinga, alvarlega veikt fólk, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sigrún segir að mönnunarvandi sé mikill en að allt kapp sé lagt á að gera hlutina eins vel og hægt er. Fréttastofa fékk að fylgjast með aðstæðum á gjörgæslunni í Fossvogi dag en þar lágu inni sex sjúklingar með covid-19. Sigrún segir það taka á bæði andlega og líkamlega að starfa á gjörgæslunni í aðstæðum sem þessum ekki síst þegar það þarf að vera í sérstökum sóttvarnagalla klukkutímunum saman.Fréttastofa fékk að líta inn á gjörgæsludeild Landspítala í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Einangrað fyrir sjúklinga og starfsfólk „Það er bæði erfitt að vera í þessum galla, það tekur á, það er mjög heitt, maður tapar miklum vökva, maður kemur út mjög þyrstur og mjög þreyttur, þannig að líkamlega tekur þetta mjög mikið á. Andlega tekur þetta svakalega á. Maður getur ekki átt almennileg samskipti við fólk, maður er svo vanur að nota líkamstjáningu og andlitið, eins og að brosa framan í fólk. Allt í einu er maður búinn að vera að annast fólk sem hefur aldrei séð framan í mann. Maður getur ekki hleypt ættingjum í heimsókn og mér finnst það hræðilegt. Þetta verður svo einangrað. Þannig að þetta tekur á, andlega líka.“ Starfsfólk er klætt í hlífðarfatnað frá toppi til táar, með grímu, gleraugu og/eða hlífðarskjöld, með hanska og þarf að passa að snerta ekkert og má aldrei koma við grímuna eða maskann. Gríman er mun þéttari en þær bláu sem notaðar eru dagsdaglega þannig að fólki verður fljótt heitt, það verður erfitt að anda og gleraugun þokast þannig að það verður erfitt að sjá út um þau. Sigrún segir það þó ekki síður erfitt fyrir sjúklingana, sem bregður stundum við að sjá starfsfólk í hlífðargöllunum. „Fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning.“Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Eins og geimverur „Við erum búin að læra ýmsar leiðir fyrir samskipti og annað. En fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning, að vera bara með fullt af geimverum í kringum sig í bláum galla sem er að reyna að kalla til manns á bakvið þennan maska. Það heyrist verr í manni, maður þarf að beita röddinni, maður þarf einhvern veginn að hrópa á fólk til þess að það heyri og ég held það taki á fyrir alla, starfsfólk sem og sjúklinga,“ segir hún og bætir við að sjúklingarnir líki starfsfólki stundum við geimverur þegar það er klætt í sóttvarnagallana. Hún segir einnig mörg dæmi um þrýstingsáverka eftir grímurnar, sem eru svo þéttar að fólk getur hreinlega ekki gert svipbrigði undir þeim. „Þannig er það bara eftir góða vakt, þá ertu marinn í andlitinu.“ Venst þetta einhvern tímann? „Nei og mig langar ekkert að láta þetta venjast. Við erum orðin ansi fær í þessu. Maður er orðinn ansi góður í að klæða sig fljótt og hlaupa inn en ég ætla ekkert að láta þetta venjast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira