Fótbolti

Liverpool fordæmir hegðun stuðningsmanna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Todd Cantwell í baráttunni í leik liðanna í gær.
Mohamed Salah og Todd Cantwell í baráttunni í leik liðanna í gær. Vísir/Getty

Liverpool vann góðan sigur á Norwich í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Stuðningsmenn liðanna fengu að mæta á völlinn en sumir stuðningsmanna Liverpool gerðust sekir um slæma hegðun.

Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum í gær og vann sanngjarnan 3-0 sigur. Eftir leikinn birti félagið yfirlýsingu á Twitter reikningi sínum þar sem það gagnrýnir köll sem heyrðust frá stuðningsmönnum liðsins en um var að ræða hómófóbíska söngva sem beint var gegn Billy Gilmour leikmanni Norwich City.

Félagið birti tíst frá stuðningsmannahópnum Kop Outs en hópurinn er í forsvari fyrir LBQT stuðningsmenn Liverpool og berst fyrir réttindum þeirra. Félagið sagði söngvana móðgandi og óviðeigandi og biðlaði til stuðningsmanna að hafa í huga gildi félagsins.

Stuðningsmenn fylltu vellina á Englandi í gær í fyrsta sinn í ansi langan tíma í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Stuðiningsmenn Liverpool voru ekki þeir einu sem urðu sekir um slæma hegðun en á samfélagsmiðlum í gær mátti sjá myndir af slagsmálum á milli stuðningsmanna Manchester United og Leeds fyrir leik liðanna í hádeginu í gær.


Tengdar fréttir

Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich

Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×