Kasólétt Ásdís reif upp hundrað kílóin fimm sinnum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hélt áfram að lyfta þungu alla meðgönguna. Instagram/@asdishjalms Ásdís Hjálmsdóttir Annerud á að von á sín fyrsta barni þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að hún taki alvöru æfingar í lyftingasalnum. Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma. Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma.
Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira