Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2021 06:33 Til stendur að flytja rannsóknirnar aftur heim fyrir eða um áramót. Getty Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir þó að svörum sé forgangsraðað og að ef brátt sé að koma niðurstöðum til skila sé það gert án tafar. Það sem helst veldur töfum er úrvinnslan hérlendis en samkvæmt svörum heilsugæslunnar taka rannsóknirnar í Danmörku jafnan um viku. Búið er að upplýsa stjórnendur Hvidovre-sjúkrahússins um fyrirætlan íslenskra stjórnvalda að flytja rannsóknirnar aftur heim um áramótin. Samningurinn við sjúkrahúsið er með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, leiðir vinnuna við að færa rannsóknirnar til Landspítala. Vísir spurði að því hvers vegna HPV rannsóknirnar væru ekki fluttar á Landspítalann án tafar til að stytta biðtímann eftir niðurstöðum, þar sem forsvarsmenn spítalans hafa sagst geta veitt svör þremur dögum frá sýnatöku. Samkvæmt svari heilsugæslunnar segir að það sé álit forsvarsmanna Landspítala að það sé óheppilegt að aðskilja rannsóknirar og réttara að flytja báðar í einu. Þetta rímar ekki við samtöl fréttastofu við einstaklinga innan Landspítalans, sem segja ekkert því til fyrirstöðu að hefja HPV rannsóknir þar án tafar. Það eina sem þurfi að gera áður sé að panta hvarfaefni í vélar spítalans. Flutningur frumurannsókna krefst hins vegar meiri undirbúnings, þar sem finna þarf aðstöðu til að sinna rannsóknunum, tryggja til þess búnað og ráða starfsfólk. Unnið er að nýrri skimunarskrá hjá Embætti landlæknis en þar til hún kemst í gagnið tekur vinnsla sýna allt að einum mánuði, samkvæmt svörum heilsugæslunnar. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01 Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59 Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar. 1. júlí 2021 08:38 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Þar segir þó að svörum sé forgangsraðað og að ef brátt sé að koma niðurstöðum til skila sé það gert án tafar. Það sem helst veldur töfum er úrvinnslan hérlendis en samkvæmt svörum heilsugæslunnar taka rannsóknirnar í Danmörku jafnan um viku. Búið er að upplýsa stjórnendur Hvidovre-sjúkrahússins um fyrirætlan íslenskra stjórnvalda að flytja rannsóknirnar aftur heim um áramótin. Samningurinn við sjúkrahúsið er með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, leiðir vinnuna við að færa rannsóknirnar til Landspítala. Vísir spurði að því hvers vegna HPV rannsóknirnar væru ekki fluttar á Landspítalann án tafar til að stytta biðtímann eftir niðurstöðum, þar sem forsvarsmenn spítalans hafa sagst geta veitt svör þremur dögum frá sýnatöku. Samkvæmt svari heilsugæslunnar segir að það sé álit forsvarsmanna Landspítala að það sé óheppilegt að aðskilja rannsóknirar og réttara að flytja báðar í einu. Þetta rímar ekki við samtöl fréttastofu við einstaklinga innan Landspítalans, sem segja ekkert því til fyrirstöðu að hefja HPV rannsóknir þar án tafar. Það eina sem þurfi að gera áður sé að panta hvarfaefni í vélar spítalans. Flutningur frumurannsókna krefst hins vegar meiri undirbúnings, þar sem finna þarf aðstöðu til að sinna rannsóknunum, tryggja til þess búnað og ráða starfsfólk. Unnið er að nýrri skimunarskrá hjá Embætti landlæknis en þar til hún kemst í gagnið tekur vinnsla sýna allt að einum mánuði, samkvæmt svörum heilsugæslunnar.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01 Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59 Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar. 1. júlí 2021 08:38 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01
Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59
Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar. 1. júlí 2021 08:38
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40