Nat-vélin þurfti að einangra sig frá restinni af íslenska landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 09:31 Ragnar Ágúst Nathanaelsson verður leikfær í kvöld þrátt fyrir veikindi síðustu daga. Skjámynd/KKÍ Þetta var ekki sérstök helgi fyrir landsliðsmiðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson sem er staddur úti í Svartfjallalandi með íslenska körfuboltalandsliðinu. Íslenska landsliðið spilaði við Svartfjallaland og Danmörku á fimmtudag og föstudag en átti frí um helgina. Framhaldið eru síðan leikir við Svartfellinga í kvöld og Dani á morgun. Nat-vélin tókst að ná sér í flensuskít og þurfti að fara í auka kórónuveirupróf enda íslenska landsliðið allt í FIBA bubblu í Svartfjallalandi þar sem allur riðill liðsins í forkeppni HM fer fram. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er úti með íslenska landsliðinu og hann ræddi við Ragnar um þessa veikindahelgi hans. Viðtalið var inn á miðlum KKÍ en það má einnig sjá hérna fyrir neðan. Raggi Nat fór aðeins yfir stöðuna á hópnum og sjálfum sér eftir smá flensuskít um helgina #korfubolti #fibawc pic.twitter.com/ZqkCgOaPeb— KKÍ (@kkikarfa) August 15, 2021 „Staðan á mér er miklu betri en í gær. Ég var rúmliggjandi allan gærdaginn [Laugardagur] og fór í Covid próf til öryggis. Vegna þess að við erum í bubblu en mikilvægt að vera ekki að smita menn í kringum sig,“ sagði Ragnar. „Þetta reyndist bara vera einhver flensuskítur en ég tók æfingu í morgun og er allt annar maður,“ sagði Ragnar. „Þér tókst að ná þér í flensuskít og einangraðir þig svolítið frá hópnum í fyrrinótt, allan gærdag og þangað til í morgun. Hvernig var að vera einn með sjálfum sé þennan tíma,“ spurði Hannes í viðtalinu. „Það var skelfilegt. Það er nógu mikil fangelsisstemmning yfir því að að vera í svona bubblu. Hvað þá þegar maður er læstur inn í herbergi að gera ekki neitt. Það var mjög gott að mér leið betur í morgun og þorði að fara út úr herberginu,“ sagði Ragnar. Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18.00 í kvöld. Sigur í leiknum færi langt með að tryggja íslenska liðinu sæti í undankeppninni en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á morgun. Danir hafa tapað báðum sínum leikjum. Ísland er með einn sigur og eitt tap og lið Svartfjallalands er með fullt hús. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði við Svartfjallaland og Danmörku á fimmtudag og föstudag en átti frí um helgina. Framhaldið eru síðan leikir við Svartfellinga í kvöld og Dani á morgun. Nat-vélin tókst að ná sér í flensuskít og þurfti að fara í auka kórónuveirupróf enda íslenska landsliðið allt í FIBA bubblu í Svartfjallalandi þar sem allur riðill liðsins í forkeppni HM fer fram. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er úti með íslenska landsliðinu og hann ræddi við Ragnar um þessa veikindahelgi hans. Viðtalið var inn á miðlum KKÍ en það má einnig sjá hérna fyrir neðan. Raggi Nat fór aðeins yfir stöðuna á hópnum og sjálfum sér eftir smá flensuskít um helgina #korfubolti #fibawc pic.twitter.com/ZqkCgOaPeb— KKÍ (@kkikarfa) August 15, 2021 „Staðan á mér er miklu betri en í gær. Ég var rúmliggjandi allan gærdaginn [Laugardagur] og fór í Covid próf til öryggis. Vegna þess að við erum í bubblu en mikilvægt að vera ekki að smita menn í kringum sig,“ sagði Ragnar. „Þetta reyndist bara vera einhver flensuskítur en ég tók æfingu í morgun og er allt annar maður,“ sagði Ragnar. „Þér tókst að ná þér í flensuskít og einangraðir þig svolítið frá hópnum í fyrrinótt, allan gærdag og þangað til í morgun. Hvernig var að vera einn með sjálfum sé þennan tíma,“ spurði Hannes í viðtalinu. „Það var skelfilegt. Það er nógu mikil fangelsisstemmning yfir því að að vera í svona bubblu. Hvað þá þegar maður er læstur inn í herbergi að gera ekki neitt. Það var mjög gott að mér leið betur í morgun og þorði að fara út úr herberginu,“ sagði Ragnar. Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18.00 í kvöld. Sigur í leiknum færi langt með að tryggja íslenska liðinu sæti í undankeppninni en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á morgun. Danir hafa tapað báðum sínum leikjum. Ísland er með einn sigur og eitt tap og lið Svartfjallalands er með fullt hús.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira