41 árs og spilaði bara einn leik á síðasta tímabili en fékk samt nýjan NBA samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 12:15 Udonis Haslem hefur ekki mikið farið inn á völlinn undanfarin ár og hefur tíma fyrir annað á leikjum Miami Heat. EPA-EFE/RHONA WISE Udonis Haslem er búinn að ganga frá nýjum samningi við Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta. Haslem kemst um leið í fámennan hóp. Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira