Mbappe aftur orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 07:51 Kylian Mbappe fagnar marki með Paris Saint Germain um helgina. AP/Francois Mori Franska stórstjarnan Kylian Mbappe þykir líklegur til að fara frá Paris Saint Germain á frjálsri sölu næsta sumar og Real Madrid er ekki eina félagið sem kemur til greina. Mbappe hefur áður verið orðaður við Liverpool og nú eru ensku blöðin aftur farin að velta sér upp úr slíkum vangaveltum. PAPER TALK Mbappe to Liverpool? Tottenham want Bamford Chelsea keen on Pape Sarr#premierleague #transfernews https://t.co/1qdOjZsrH9— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 16, 2021 Hinn 22 ára gamli Mbappe er að mati margra einn af framtíðarstórstjörnum fótboltans og líklegur til að taka við því hlutverki af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Hann er þegar búinn að gera margt á sínum ferli og það eru enn átta ár í það að hann verði þrítugur. Það er því ekkert skrýtið að bestu félög heims vilji fá hann og að Paris Saint Germain reyni allt til að fá hann til að framlengja samning sinn. Erlendu blöðin eru vissulega að orða Mbappe mikið við Real Madrid en Liverpool er ekki alveg út úr myndinni ef marka má frétt Daily Mirror. NEW: Kylian Mbappe 'wants' Liverpool transfer as PSG stance 'confirmed' #lfc https://t.co/n79fpyjUR1— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) August 15, 2021 Þar er því haldið fram að Michael Edwards sé að búinn að safna pening fyrir launin til Kylian Mbappe en um leið þýði það að Liverpool muni ekki kaupa neinn leikmann í þessum glugga né heldur í janúarglugganum. Liverpool er búið að selja þá Harry Wilson, Marko Grujic og Taiwo Awoniyi í haust og þeir Divock Origi og Xherdan Shaqiri verða líklega seldir líka. Þá gæti farið svo að annað hvort Mohamed Salah eða Sadio Mane verði fórnað til að búa til pláss fyrir Mbappe. Við höfum auðvitað séð svona vangaveltur áður og þetta er bara slúður eins og er. Það er samt athyglisvert að nafn Liverpool kemur alltaf upp aftur og aftur þegar rætt er um framtíð Mbappe. Liverpool have plan to sign Kylian Mbappe next summer, it has been claimedThe latest #LFC transfer rumourshttps://t.co/qZyTCsz1ck pic.twitter.com/JXfYBOkkGE— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) August 15, 2021 Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Mbappe hefur áður verið orðaður við Liverpool og nú eru ensku blöðin aftur farin að velta sér upp úr slíkum vangaveltum. PAPER TALK Mbappe to Liverpool? Tottenham want Bamford Chelsea keen on Pape Sarr#premierleague #transfernews https://t.co/1qdOjZsrH9— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 16, 2021 Hinn 22 ára gamli Mbappe er að mati margra einn af framtíðarstórstjörnum fótboltans og líklegur til að taka við því hlutverki af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Hann er þegar búinn að gera margt á sínum ferli og það eru enn átta ár í það að hann verði þrítugur. Það er því ekkert skrýtið að bestu félög heims vilji fá hann og að Paris Saint Germain reyni allt til að fá hann til að framlengja samning sinn. Erlendu blöðin eru vissulega að orða Mbappe mikið við Real Madrid en Liverpool er ekki alveg út úr myndinni ef marka má frétt Daily Mirror. NEW: Kylian Mbappe 'wants' Liverpool transfer as PSG stance 'confirmed' #lfc https://t.co/n79fpyjUR1— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) August 15, 2021 Þar er því haldið fram að Michael Edwards sé að búinn að safna pening fyrir launin til Kylian Mbappe en um leið þýði það að Liverpool muni ekki kaupa neinn leikmann í þessum glugga né heldur í janúarglugganum. Liverpool er búið að selja þá Harry Wilson, Marko Grujic og Taiwo Awoniyi í haust og þeir Divock Origi og Xherdan Shaqiri verða líklega seldir líka. Þá gæti farið svo að annað hvort Mohamed Salah eða Sadio Mane verði fórnað til að búa til pláss fyrir Mbappe. Við höfum auðvitað séð svona vangaveltur áður og þetta er bara slúður eins og er. Það er samt athyglisvert að nafn Liverpool kemur alltaf upp aftur og aftur þegar rætt er um framtíð Mbappe. Liverpool have plan to sign Kylian Mbappe next summer, it has been claimedThe latest #LFC transfer rumourshttps://t.co/qZyTCsz1ck pic.twitter.com/JXfYBOkkGE— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) August 15, 2021
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira