Ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 12:01 Kristall Máni hefur spilað frábærlega undanfarnar vikur. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason átti magnaðan leik er Víkingar unnu sinn fyrsta deildarleik í Árbænum síðan 1993. Kristall Máni skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og var óheppinn að bæta ekki við mörkum. Þá bjó hann til fjölda færa fyrir samherja sína. Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04
Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36