Popovich sendi gagnrýnendum tóninn: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 17:01 Gregg Popovich stýrði liði sínu til sigurs á Ólympíuleikunum. Gregory Shamus/Getty Images Eftir óvænt töp í aðdraganda Ólympíuleikanna sem og fyrsta leik á leikunum sjálfum var umræðan í kringum bandaríska landsliðið í körfubolta ekki jákvæð. Gregg Popovich, þjálfari liðsins, sendi spekingum tóninn í ræðu sem hann hélt inn í klefa eftir að Bandaríkin höfðu tryggt sér gullið. Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“ Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31