Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 07:30 Cristiano Ronaldo fékk nóg af því að lesa sögusagnir um sig í erlendum miðlum. EPA-EFE/Matthias Hangst Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira