Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2021 09:41 R. Kelly er meðal annars ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Getty/E. Jason Wamsgans-Pool Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. Samkvæmt frétt AP hefur R. Kelly um árabil verið sakaður um kynferðisbrot gegn konum, stúlkum og drengjum. Hann var til að mynda ákærður fyrir framleiðslu og vörslu barnakláms árið 2008 en var sýknaður af öllum ákæruliðum. Það var ekki fyrr en með #MeToo byltingunni sem fleiri meintir þolendur R. Kellys stigu fram með ásakanir sínar. Sjónvarpsstöðin Lifetime framleiddi árið 2019 heimildarmyndina Surviving R. Kelly, sem fjallar um brotaferil Kellys og hvernig starfsfólk hans þaggaði niður ásakanir á hendur honum. Skömmu eftir að heimildarmyndin kom út var Kelly handtekinn vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og margvísleg kynferðisbrot. Saksóknarar í New York munu kalla fjölda kvenna, sem sakað hafa Kelly um kynferðisbrot, til vitnis, flestar undir nafnleynd. Búist er við að þær muni bera vitni um það hvernig umboðsmenn, lífverðir og aðrir starfsmenn Kellys sköffuðu honum konur, stúlkur og stundum drengi til að brjóta á kynferðislega. Konum hafi verið gert að kalla Kelly „daddy“ Saksóknarar segja að starfsmenn Kellys hafi um árabil markvisst leitað fórnarlamba á tónleikum sem þeir fluttu síðan til Kellys í New York og víðar. Samkvæmt Mann lögunum frá 1910 er bannað að flytja konur og börn milli fylkja í ósiðlegum tilgangi í Bandaríkjunum. Að sögn saksóknara voru konum og stúlkum settar strangar reglur þegar þær komu heim til Kellys. Þær hafi ekki ráðið hvernig þær klæddust, hvenær þær borðuðu eða fóru á salernið. Þá á þeim að hafa verið gert að kalla Kelly „daddy“ eða pabba. Verjendur Kellys halda því fram að meint fórnarlömb hans hafi verið aðdáendur hans sem vildu ólmar vera með honum. Þær hafi ekki byrjað að saka hann um ofbeldi fyrr en mörgum árum seinna þegar álit almennings á Kelly breyttist til hins verra. Réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir en hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly MeToo Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Samkvæmt frétt AP hefur R. Kelly um árabil verið sakaður um kynferðisbrot gegn konum, stúlkum og drengjum. Hann var til að mynda ákærður fyrir framleiðslu og vörslu barnakláms árið 2008 en var sýknaður af öllum ákæruliðum. Það var ekki fyrr en með #MeToo byltingunni sem fleiri meintir þolendur R. Kellys stigu fram með ásakanir sínar. Sjónvarpsstöðin Lifetime framleiddi árið 2019 heimildarmyndina Surviving R. Kelly, sem fjallar um brotaferil Kellys og hvernig starfsfólk hans þaggaði niður ásakanir á hendur honum. Skömmu eftir að heimildarmyndin kom út var Kelly handtekinn vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og margvísleg kynferðisbrot. Saksóknarar í New York munu kalla fjölda kvenna, sem sakað hafa Kelly um kynferðisbrot, til vitnis, flestar undir nafnleynd. Búist er við að þær muni bera vitni um það hvernig umboðsmenn, lífverðir og aðrir starfsmenn Kellys sköffuðu honum konur, stúlkur og stundum drengi til að brjóta á kynferðislega. Konum hafi verið gert að kalla Kelly „daddy“ Saksóknarar segja að starfsmenn Kellys hafi um árabil markvisst leitað fórnarlamba á tónleikum sem þeir fluttu síðan til Kellys í New York og víðar. Samkvæmt Mann lögunum frá 1910 er bannað að flytja konur og börn milli fylkja í ósiðlegum tilgangi í Bandaríkjunum. Að sögn saksóknara voru konum og stúlkum settar strangar reglur þegar þær komu heim til Kellys. Þær hafi ekki ráðið hvernig þær klæddust, hvenær þær borðuðu eða fóru á salernið. Þá á þeim að hafa verið gert að kalla Kelly „daddy“ eða pabba. Verjendur Kellys halda því fram að meint fórnarlömb hans hafi verið aðdáendur hans sem vildu ólmar vera með honum. Þær hafi ekki byrjað að saka hann um ofbeldi fyrr en mörgum árum seinna þegar álit almennings á Kelly breyttist til hins verra. Réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir en hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly MeToo Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira