Þórólfur telur að fullir leikvangar muni koma í bakið á Bretum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2021 13:00 Það var stappað út úr dyrum á Old Trafford er Manchester United lagði Leeds United 5-1 um liðna helgi. Alex Morton/Getty Images Fólki brá í brún þegar enska úrvalsdeildin fór af stað liðna helgi. Uppselt inn á hvern einasta leikvang þó svo að hlutfallslega hafi færri verið bólusettir þar heldur en hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Íslands, ræddi við Vísi fyrr í dag um endurskoðun á reglum um sóttkví. Eftir að hafa rætt stöðuna hér innanlands færðist umræðan að Bretlandi þar sem troðið var út úr dyrum á nánast öllum fótboltaleikjum sem fram fóru um liðna helgi. Hér að neðan má sjá mynd frá leik Peterborough United og Cardiff City í ensku B-deildinni í gær og ljóst að það er uppselt á flest alla leiki, sama um hvaða deild er að ræða. Jonson Clarke-Harris og Siriki Dembélé fagna öðru af marki þess síðarnefnda í 2-2 jafntefli Peterborough og Cardiff fyrir framan áhorfendaskarann á London Road í gærkvöld.Joe Dent Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu en bólusetningarhlutfallið í Bretlandi er lægra en á Íslandi þar sem töluverðar takmarkanir eru, bæði á íþróttaviðburðum sem og annarsstaðar. Sem stendur miðast hámarksfjöldi í einu og sama rýminu á Íslandi við 200 manns. Börn fædd 2016 eða síðar eru undanskilin reglunni. Undanþága er gerðar fyrir almenningsamgöngur, hópbifreiðar, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila. Þá er fólk skyldað að vera með grímu þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk milli einstaklinga. Hún á þó ekki við börn fædd 2006 eða síðar. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ sagði Þórólfur í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi áhorfenda á leikvöngum Bretlandseyja eigi eftir að koma í bakið á þeim.Vísir/Vilhelm Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Íslands, ræddi við Vísi fyrr í dag um endurskoðun á reglum um sóttkví. Eftir að hafa rætt stöðuna hér innanlands færðist umræðan að Bretlandi þar sem troðið var út úr dyrum á nánast öllum fótboltaleikjum sem fram fóru um liðna helgi. Hér að neðan má sjá mynd frá leik Peterborough United og Cardiff City í ensku B-deildinni í gær og ljóst að það er uppselt á flest alla leiki, sama um hvaða deild er að ræða. Jonson Clarke-Harris og Siriki Dembélé fagna öðru af marki þess síðarnefnda í 2-2 jafntefli Peterborough og Cardiff fyrir framan áhorfendaskarann á London Road í gærkvöld.Joe Dent Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu en bólusetningarhlutfallið í Bretlandi er lægra en á Íslandi þar sem töluverðar takmarkanir eru, bæði á íþróttaviðburðum sem og annarsstaðar. Sem stendur miðast hámarksfjöldi í einu og sama rýminu á Íslandi við 200 manns. Börn fædd 2016 eða síðar eru undanskilin reglunni. Undanþága er gerðar fyrir almenningsamgöngur, hópbifreiðar, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila. Þá er fólk skyldað að vera með grímu þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk milli einstaklinga. Hún á þó ekki við börn fædd 2006 eða síðar. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ sagði Þórólfur í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi áhorfenda á leikvöngum Bretlandseyja eigi eftir að koma í bakið á þeim.Vísir/Vilhelm
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira