„Mögulega er hann duglegasti Crossfittari í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 08:30 Rökkvi Hrafn Guðnason og Ari Tómas fengu mynd af sér með stórstjörnunni Brent Fikowski sem vann bronsið á heimsleikunum í ár rétt á undan BKG. Instagram/@agegroupacademy Rökkvi Hrafn Guðnason var nálægt því að komast á verðlaunapall í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit en endaði í fjórða sætinu. Það var margt gott sem gerðist hjá Rökkva á leikunum enda vann strákurinn tvær greinar og var á topp þremur í tveimur greinum til viðbótar. Rökkvi býr líka að vera á yngra ári en enginn jafnaldri hans náði jafnofarlega á leikunum í ár. Eggert Ólafsson, þjálfari hans, gerði upp frammistöðu Rökkva á heimsleiknum í ár. Hann var 35 stigum frá því að vinna bronsið en það fór til Nýsjálendingsins Hiko o te rangi Curtis. View this post on Instagram A post shared by Age Group Academy (@agegroupacademy) „Mjög gott effort, mögulega er hann duglegasti Crossfittari í heimi. Þrátt fyrir það vorum við ekki sáttir með að missa af pallinum,“ segir Eggert í uppgjörinu á Age Group Academy síðuna. „Rökkvi hefur lengi verið þekktur fyrir að hafa enga veikleika þegar það kemur að Crossfit. Það var því skrítið að lenda í 4/9 WODum sem innihéldu veikleika,“ segir í uppgjörinu en þar er meðal annars farið yfir það sem klikkaði. Það er líka farið yfir það jákvæða og það sem boðar gott á næstu árum. „Þetta tímabil var erfitt á svo marga vegu. Þetta mót var svo erfitt á marga vegu. Það að Rökkvi hafi komist í gegnum allt sem stóð á móti honum og var að trufla hann er ótrúlegur árangur,“ segir Eggert í uppgjörinu og leggur áherslu á ótrúlegur. „Hann var sá eini á topp fimm sem var á yngra ári. Sem þýðir að allir sem unnu hann verða ekki á næsta ári. Rökkvi Hrafn, geggjað season! Verður gaman á næsta ári þegar þú mætir á Games með enga veikleika,“ segir Eggert Ólafsson að lokum í uppgjörinu. Hér fyrir neðan má einnig sjá yfirlit yfir frammistöðuna hjá Ara Tómasi sem endaði í fjórtánda sæti í flokki fjórtán til fimmtán ára. View this post on Instagram A post shared by Age Group Academy (@agegroupacademy) CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Það var margt gott sem gerðist hjá Rökkva á leikunum enda vann strákurinn tvær greinar og var á topp þremur í tveimur greinum til viðbótar. Rökkvi býr líka að vera á yngra ári en enginn jafnaldri hans náði jafnofarlega á leikunum í ár. Eggert Ólafsson, þjálfari hans, gerði upp frammistöðu Rökkva á heimsleiknum í ár. Hann var 35 stigum frá því að vinna bronsið en það fór til Nýsjálendingsins Hiko o te rangi Curtis. View this post on Instagram A post shared by Age Group Academy (@agegroupacademy) „Mjög gott effort, mögulega er hann duglegasti Crossfittari í heimi. Þrátt fyrir það vorum við ekki sáttir með að missa af pallinum,“ segir Eggert í uppgjörinu á Age Group Academy síðuna. „Rökkvi hefur lengi verið þekktur fyrir að hafa enga veikleika þegar það kemur að Crossfit. Það var því skrítið að lenda í 4/9 WODum sem innihéldu veikleika,“ segir í uppgjörinu en þar er meðal annars farið yfir það sem klikkaði. Það er líka farið yfir það jákvæða og það sem boðar gott á næstu árum. „Þetta tímabil var erfitt á svo marga vegu. Þetta mót var svo erfitt á marga vegu. Það að Rökkvi hafi komist í gegnum allt sem stóð á móti honum og var að trufla hann er ótrúlegur árangur,“ segir Eggert í uppgjörinu og leggur áherslu á ótrúlegur. „Hann var sá eini á topp fimm sem var á yngra ári. Sem þýðir að allir sem unnu hann verða ekki á næsta ári. Rökkvi Hrafn, geggjað season! Verður gaman á næsta ári þegar þú mætir á Games með enga veikleika,“ segir Eggert Ólafsson að lokum í uppgjörinu. Hér fyrir neðan má einnig sjá yfirlit yfir frammistöðuna hjá Ara Tómasi sem endaði í fjórtánda sæti í flokki fjórtán til fimmtán ára. View this post on Instagram A post shared by Age Group Academy (@agegroupacademy)
CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira