Fæðuöryggi á Íslandi í breyttu loftslagi og heimi Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2021 08:30 Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Matvælaframleiðsla Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun