Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2021 10:31 Gwyn Williams (t.v.) og Graham Rix (t.h.) á úrslitaleik FA bikarsins árið 2000. Mark Leech/Getty Images The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Nokkrir af leikmönnum Chelsea frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa nú stigið fram og lýst yfir skelfilegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir er þeir voru á mála hjá félaginu. Sumir af þeim hafa nú höfðað mál gegn Chelsea þar sem félagið aðhafðist aldrei neitt þrátt fyrir að augljóslega væri eitthvað að. Einn af þeim sem hefur kært félagið segir að Graham Rix, fyrrum unglingaliðs þjálfari Chelsea, hafi ítrekað lamið sig og þá hafi Gwyn Williams, sem var yfir unglingastarfi félagsins, gert slíkt hið sama. Annar fyrrum leikmaður segist vera með áfallastreituröskun eftir hryllinginn sem leikmenn upplifðu á hverjum degi. Rix er ásakaður um að hafa kýlt leikmann í klofið, slegið leikmann ítrekað í höfuðið og hellt heitu kaffi yfir annan sem endaði með minniháttar brunasár. Einnig á Rix að hafa tekið þátt í æfingaleik með liðinu þar sem hann tók innkast af öllu afli beint í andlit leikmanns sem stóð örstutt frá honum. Leikmaðurinn endaði kylliflatur á jörðinni með blóðnasir. Rix, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir England, þjálfar nú Gosport Borough í 7. efstu deild Englands. Hann neitar öllum ásökunum. Williams neitar einnig öllum ásökunum um ofbeldi þó hann viðurkenni að rasísk ummæli hafi fallið á sínum tíma. Chelsea are being sued because of alleged conduct of Rix and Gwyn Williams, who both deny wrongdoing.High Court trial listed for March, with 62 witnesses. One former player, now in 40s, diagnosed with post-traumatic stress disorder. #CFC have apologised but deny liability.— Daniel Taylor (@DTathletic) August 19, 2021 Fimm vikna réttarhöld munu hefjast þann 7. mars á næsta ári í máli þar sem fjórir fyrrum leikmenn Chelsea hafa stefnt félaginu þar sem það var vinnuveitandi þeirra Rix og Williams. Talið er að málið verði eitt stærsta sinnar tegundar. Alls 62 vitni hafa verið boðuð, mögulega einhver af stærri nöfnum Chelsea, leikmenn eða starfslið, á árunum 1990 til aldamóta. Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Nokkrir af leikmönnum Chelsea frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa nú stigið fram og lýst yfir skelfilegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir er þeir voru á mála hjá félaginu. Sumir af þeim hafa nú höfðað mál gegn Chelsea þar sem félagið aðhafðist aldrei neitt þrátt fyrir að augljóslega væri eitthvað að. Einn af þeim sem hefur kært félagið segir að Graham Rix, fyrrum unglingaliðs þjálfari Chelsea, hafi ítrekað lamið sig og þá hafi Gwyn Williams, sem var yfir unglingastarfi félagsins, gert slíkt hið sama. Annar fyrrum leikmaður segist vera með áfallastreituröskun eftir hryllinginn sem leikmenn upplifðu á hverjum degi. Rix er ásakaður um að hafa kýlt leikmann í klofið, slegið leikmann ítrekað í höfuðið og hellt heitu kaffi yfir annan sem endaði með minniháttar brunasár. Einnig á Rix að hafa tekið þátt í æfingaleik með liðinu þar sem hann tók innkast af öllu afli beint í andlit leikmanns sem stóð örstutt frá honum. Leikmaðurinn endaði kylliflatur á jörðinni með blóðnasir. Rix, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir England, þjálfar nú Gosport Borough í 7. efstu deild Englands. Hann neitar öllum ásökunum. Williams neitar einnig öllum ásökunum um ofbeldi þó hann viðurkenni að rasísk ummæli hafi fallið á sínum tíma. Chelsea are being sued because of alleged conduct of Rix and Gwyn Williams, who both deny wrongdoing.High Court trial listed for March, with 62 witnesses. One former player, now in 40s, diagnosed with post-traumatic stress disorder. #CFC have apologised but deny liability.— Daniel Taylor (@DTathletic) August 19, 2021 Fimm vikna réttarhöld munu hefjast þann 7. mars á næsta ári í máli þar sem fjórir fyrrum leikmenn Chelsea hafa stefnt félaginu þar sem það var vinnuveitandi þeirra Rix og Williams. Talið er að málið verði eitt stærsta sinnar tegundar. Alls 62 vitni hafa verið boðuð, mögulega einhver af stærri nöfnum Chelsea, leikmenn eða starfslið, á árunum 1990 til aldamóta.
Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira