Hvar eru múturnar? Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. ágúst 2021 12:30 Spurningin sem vofir yfir íslenskum stjórnmálum, en er aldrei lögð fram er: Hvar eru múturnar? Öll grunnkerfi samfélagsins hafa verið sveigð að þörfum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, auðugasta fóiki landsins. Þetta hefur verið gert af stjórnmálafólki, sem kjörið er til að gæta hagsmuna almennings. Ef við ímyndum okkur að Ísland sé ekki okkar bakgarður, þar sem allir eiga víst að þekkja alla og samskiptin einkennast af meðvirkni, heldur land í fjarlægum heimshluta myndum við strax spyrja: Hvar eru múturnar? Það hljóta að vera einhverjar mútur í boði úr því að hin ríku fá allt sitt þvert á almannahag. Ekki ætlið þið að halda því fram að stjórnmálafólkið sé bara svona vitlaust? Hvar eru múturnar? Saman eigum við verðmæta auðlind, fiskimiðin kringum landið. Útgerðarmenn sem kaupa og leigja kvóta meta hana á um 1200 milljarða króna. Ársafnotin eru leigð á um 75 milljarða króna. Samt færa stjórnvöld útgerðinni afnotin af auðlindunum fyrir minna en 5 milljarða króna á ári. Þetta er álíka og ef þú fengir mann til að sjá um útleigu á íbúð sem kostar 48 m.kr. og sem leigja ætti út á um 250 þús. kr. á mánuði, en maðurinn leigði frænda sínum íbúðina fyrir tæpar 17 þús. kr. Þú myndir strax sjá að þessi maður er að svíkja þig. Annað hvort á frændinn eitthvað inni hjá honum eða þá að þeir tveir skipta á milli sín peningunum sem þeir eru að hafa af þér. Líklega hefur frændinn mútað manninum til að svíkja þína hagsmuni. Af þessum sökum er spurningin sem hangir yfir fiskveiðistjórnunarkerfinu: Hvar eru mútunnar? Getur það verið að fáeinir stjórnmálamenn ákveði að gera Þorstein Má Baldvinsson og aðra útgerðarmenn ríkari en nokkurt fólk hefur verið í Íslandssögunni án þess að fá neitt fyrir það? Alls staðar í heiminum væri svarið: Nei. En á Íslandi er svarið: Það er óþægilegt að tala um þetta. Tölum um eitthvað annað. Hvað voru smitin mörg í dag? Hvar eru múturnar? Um daginn sagði ég ykkur frá því í grein hér á Vísi að fjármálaráðuneytið hefði gert samning við Pétur Guðmundsson í Eykt um að byggja hús yfir Ríkisskattstjóra gegn þrjátíu ára leigusamningi sem færði Pétri byggingarkostnaðinn líklega tvöfaldan til baka. Að þrjátíu árum liðnum á Pétur húsið plús andvirði þess í banka, en skatturinn er þá á götunni. Pétur fær allt úr úr þessum samningi en skatturinn ekkert. Hvernig getur það gerst að samið er svona illa út frá almannahagsmunum, farið svona illa með almannafé? Aftur fer þessi spurning á kreik: Hvar eru múturnar? Hvar eru múturnar? Áður en 1/3 hluti Íslandsbanka var seldur í vor var bent á það víða að verðið væri alltof lágt, til dæmis í þessari grein. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra væri að gefa eigur almennings með 25-30 milljarða króna afslætti. Þetta kom á daginn. Í dag er skráð gengi Íslandsbanka 30 milljörðum króna hærra en söluverðið. Stór hluti þessara gjafar rann til erlendra brasksjóða sem leystu hagnaðinn fljótlega út, fóru með gróðann í bankann og þökkuðu íslensku þjóðinni ekki einu sinni fyrir sig. Stór hluti fengsins rann líka til efnaðs fólks á Íslandi. Fjögurra manna fjölskylda í Garðabæ sem keypti hluti í Íslandsbanka fyrir fjórar milljónir hefur nú hagnast um tvær. Og þú ert við hinn endann. Þetta fólk kom ekki með nein verðmæti að Íslandsbanka, hann er alveg sami banki og þegar þú og annar almenningur átti hann allan. Það eina sem hefur breyst er að 1/3 hluti bankans var færður til fólk á miklu undirverði. Almenningur tapaði 30 milljörðum króna. Hin betur setti græddu 30 milljarða. Og þá hlýtur einhver að spyrja: Ef gæslumenn eigna almennings gæta þeirra svona illa og tiltekið fólk auðgast af því, er þá ekki eðlilegt að spyrja: Hvar eru múturnar? Hvar eru múturnar? Í bólunni fyrir Hrunið 2008 var íslenskum stjórnvöldum bent á það aftur og aftur að breyta þyrfti skattalögum til að koma í veg fyrir stórkostlegan flutning fjármuna út úr íslenska hagkerfinu inn á aflandsreikninga, þar sem féð hvarf og ekki var hægt að skattleggja það. Öll lönd í okkar heimshluta höfðu sett lög sem heimiluðu skattyfirvöldum að skattleggja þetta fé eins og aflandsfélögin væru ekki til. En íslenska fjármálaráðuneytið þráaðist við. Þar sat Sjálfstæðisflokksmaður og þeir sem voru að flytja féð til aflanda voru helstu leikendur viðskiptalífsins sem Sjálfstæðisflokkurinn var samgróinn. Sá samgróningur kallast Kolkrabbi. Það var ekki fyrr en eftir Hrun að girt var fyrir þetta. En þá höfðu hrunduð milljarða runnið út úr hagkerfinu og týnst í aflöndum, líklega um 1000 milljarðar á núvirði og orðið þar að svörtum fé, földum auð. Sem, eins og Samherjamálið hefur sýnt, má svo auðveldlega bera á menn í formi múta. Og er þá að undra að einhver spyrji; ef stjórnvöld sátu vísvitandi hjá þegar þetta óheyrilega mikla fé var dregið úr úr hagkerfinu til að fela það og koma undan skatti … ja, hvar eru þá múturnar? Hvar eru múturnar? Þegar kórónakreppan skall á greip ríkisstjórnin til efnahagsaðgerða sem að stærstu leyti snerist um að auka lánagetu banka og lækka vexti. Vitað var að þetta myndi auka fjárfestingagetu hinna best settu en þar sem þeir myndu ekki fjárfesta innan hagkerfis sem var í frosti, þá var vitað að þau myndu nota peningana til að kaupa gamlar eignir, einkum fasteignir og hlutabréf. Þetta gekk eftir og það blés út mikil eignabóla, svokölluð Bjarnabóla, sem hækkaði verð á gömlum eignum. Verð hlutabréfa í kauphöllinni hefur til dæmis tvöfaldast í verði. Hlutabréfin þar eru nú 1500 milljörðum króna verðmeiri en fyrir cóvid. Þetta er ástæða þess að hin ríku hafa orðið ríkari í kórónafaraldrinum á meðan stór hluti hinna verst settu missti vinnuna í lengri eða skemmri tíma og hefur gengið á sparnaðinn sinn síðustu misseri, tekið út lífeyrissparnaðinn sinn og þurft að treysta á stuðning ættingja og vina. Þegar stjórnvöld tala um hvað efnahagsaðgerðir þeirra hafa gengið vel þá eru þau ekki að vísa til þeirra sem misstu vinnuna og hafa mátt þola alvarlegt efnahagslegt áfall heldur hinna sem auðguðust stórkostlega á aðgerðum stjórnarinnar. Og ef það er svo að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tvöfaldaði verðmæti hlutabréfaeignar hinna ríkustu, er þá von að einhver spyrji: Hvar eru múturnar? Hvar eru múturnar? Eins og þú veist vel gæti ég haldið áfram í allan dag að þylja upp svona dæmi. Ef þú ert að lesa þetta býrðu líklega á Íslandi og veist vel að Ísland er gerspillt land og að spillinguna má rekja til vanhelgs sambands stjórnmála og viðskipta. Við erum ekki eina landið sem glímir við spillingu auðs og valda. Og annars staðar, eins og hér, hefur staðan versnað á undanförnum áratugum. Nýfrjálshyggjan hefur fært kapítalismann upp á stig sem kallað hefur verið klíkuveldi hinna ríku. Eða þjófræði. Hin ríku hafa tekið yfir stjórnmálin og í gegnum þau hafa þau yfirtekið ríkisvaldið, sem í orði kveðnu á að vera framkvæmdaarmur lýðræðisvettvangsins þar sem hver maður hefur eitt atkvæði. Yfirráð sín yfir ríkisvaldinu nota hin ríku til að auka enn við auð sinn. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við cóvid báru þessi merki; gríðarlegum fjármunum var ausið úr almannasjóðum, ekki til að bjarga fólki, heldur til að bjarga eigin fé eigenda fyrirtækja. Það má heyra hjá hagsmunasamtökum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda í aðdraganda þessara kosninga að þeir ætla sér enn frekari landvinninga eftir kosningarnar. Hin ríku hafa stillt upp kröfum um stórfelldar skattalækkanir til sín, um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, um einkavæðingu vega og samgöngumannvirkja, um enn aukin tilflutnings valda, auðs og auðlinda frá almenningi til hinna ríku. Um þetta munu kosningarnar snúast, þær verða baráttan um Ísland. Annað hvort förum við enn lengra inn í þjófræði klíkuveldisins eða við snúum af braut og tökum til við að byggja upp ríkisvald sem sannarlega gætir hagsmuna almennings. Liður í þeirri baráttu er að höggva í rætur spillingarinnar svo við getum losað okkur undan eyðileggjandi áhrifum hennar. Sósíalistaflokkur Ísland kynnti í dag tilboð sitt kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Ég hvet þig til að lesa þetta tilboð. Og til að kjósa með hjartanu í haust. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Spurningin sem vofir yfir íslenskum stjórnmálum, en er aldrei lögð fram er: Hvar eru múturnar? Öll grunnkerfi samfélagsins hafa verið sveigð að þörfum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, auðugasta fóiki landsins. Þetta hefur verið gert af stjórnmálafólki, sem kjörið er til að gæta hagsmuna almennings. Ef við ímyndum okkur að Ísland sé ekki okkar bakgarður, þar sem allir eiga víst að þekkja alla og samskiptin einkennast af meðvirkni, heldur land í fjarlægum heimshluta myndum við strax spyrja: Hvar eru múturnar? Það hljóta að vera einhverjar mútur í boði úr því að hin ríku fá allt sitt þvert á almannahag. Ekki ætlið þið að halda því fram að stjórnmálafólkið sé bara svona vitlaust? Hvar eru múturnar? Saman eigum við verðmæta auðlind, fiskimiðin kringum landið. Útgerðarmenn sem kaupa og leigja kvóta meta hana á um 1200 milljarða króna. Ársafnotin eru leigð á um 75 milljarða króna. Samt færa stjórnvöld útgerðinni afnotin af auðlindunum fyrir minna en 5 milljarða króna á ári. Þetta er álíka og ef þú fengir mann til að sjá um útleigu á íbúð sem kostar 48 m.kr. og sem leigja ætti út á um 250 þús. kr. á mánuði, en maðurinn leigði frænda sínum íbúðina fyrir tæpar 17 þús. kr. Þú myndir strax sjá að þessi maður er að svíkja þig. Annað hvort á frændinn eitthvað inni hjá honum eða þá að þeir tveir skipta á milli sín peningunum sem þeir eru að hafa af þér. Líklega hefur frændinn mútað manninum til að svíkja þína hagsmuni. Af þessum sökum er spurningin sem hangir yfir fiskveiðistjórnunarkerfinu: Hvar eru mútunnar? Getur það verið að fáeinir stjórnmálamenn ákveði að gera Þorstein Má Baldvinsson og aðra útgerðarmenn ríkari en nokkurt fólk hefur verið í Íslandssögunni án þess að fá neitt fyrir það? Alls staðar í heiminum væri svarið: Nei. En á Íslandi er svarið: Það er óþægilegt að tala um þetta. Tölum um eitthvað annað. Hvað voru smitin mörg í dag? Hvar eru múturnar? Um daginn sagði ég ykkur frá því í grein hér á Vísi að fjármálaráðuneytið hefði gert samning við Pétur Guðmundsson í Eykt um að byggja hús yfir Ríkisskattstjóra gegn þrjátíu ára leigusamningi sem færði Pétri byggingarkostnaðinn líklega tvöfaldan til baka. Að þrjátíu árum liðnum á Pétur húsið plús andvirði þess í banka, en skatturinn er þá á götunni. Pétur fær allt úr úr þessum samningi en skatturinn ekkert. Hvernig getur það gerst að samið er svona illa út frá almannahagsmunum, farið svona illa með almannafé? Aftur fer þessi spurning á kreik: Hvar eru múturnar? Hvar eru múturnar? Áður en 1/3 hluti Íslandsbanka var seldur í vor var bent á það víða að verðið væri alltof lágt, til dæmis í þessari grein. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra væri að gefa eigur almennings með 25-30 milljarða króna afslætti. Þetta kom á daginn. Í dag er skráð gengi Íslandsbanka 30 milljörðum króna hærra en söluverðið. Stór hluti þessara gjafar rann til erlendra brasksjóða sem leystu hagnaðinn fljótlega út, fóru með gróðann í bankann og þökkuðu íslensku þjóðinni ekki einu sinni fyrir sig. Stór hluti fengsins rann líka til efnaðs fólks á Íslandi. Fjögurra manna fjölskylda í Garðabæ sem keypti hluti í Íslandsbanka fyrir fjórar milljónir hefur nú hagnast um tvær. Og þú ert við hinn endann. Þetta fólk kom ekki með nein verðmæti að Íslandsbanka, hann er alveg sami banki og þegar þú og annar almenningur átti hann allan. Það eina sem hefur breyst er að 1/3 hluti bankans var færður til fólk á miklu undirverði. Almenningur tapaði 30 milljörðum króna. Hin betur setti græddu 30 milljarða. Og þá hlýtur einhver að spyrja: Ef gæslumenn eigna almennings gæta þeirra svona illa og tiltekið fólk auðgast af því, er þá ekki eðlilegt að spyrja: Hvar eru múturnar? Hvar eru múturnar? Í bólunni fyrir Hrunið 2008 var íslenskum stjórnvöldum bent á það aftur og aftur að breyta þyrfti skattalögum til að koma í veg fyrir stórkostlegan flutning fjármuna út úr íslenska hagkerfinu inn á aflandsreikninga, þar sem féð hvarf og ekki var hægt að skattleggja það. Öll lönd í okkar heimshluta höfðu sett lög sem heimiluðu skattyfirvöldum að skattleggja þetta fé eins og aflandsfélögin væru ekki til. En íslenska fjármálaráðuneytið þráaðist við. Þar sat Sjálfstæðisflokksmaður og þeir sem voru að flytja féð til aflanda voru helstu leikendur viðskiptalífsins sem Sjálfstæðisflokkurinn var samgróinn. Sá samgróningur kallast Kolkrabbi. Það var ekki fyrr en eftir Hrun að girt var fyrir þetta. En þá höfðu hrunduð milljarða runnið út úr hagkerfinu og týnst í aflöndum, líklega um 1000 milljarðar á núvirði og orðið þar að svörtum fé, földum auð. Sem, eins og Samherjamálið hefur sýnt, má svo auðveldlega bera á menn í formi múta. Og er þá að undra að einhver spyrji; ef stjórnvöld sátu vísvitandi hjá þegar þetta óheyrilega mikla fé var dregið úr úr hagkerfinu til að fela það og koma undan skatti … ja, hvar eru þá múturnar? Hvar eru múturnar? Þegar kórónakreppan skall á greip ríkisstjórnin til efnahagsaðgerða sem að stærstu leyti snerist um að auka lánagetu banka og lækka vexti. Vitað var að þetta myndi auka fjárfestingagetu hinna best settu en þar sem þeir myndu ekki fjárfesta innan hagkerfis sem var í frosti, þá var vitað að þau myndu nota peningana til að kaupa gamlar eignir, einkum fasteignir og hlutabréf. Þetta gekk eftir og það blés út mikil eignabóla, svokölluð Bjarnabóla, sem hækkaði verð á gömlum eignum. Verð hlutabréfa í kauphöllinni hefur til dæmis tvöfaldast í verði. Hlutabréfin þar eru nú 1500 milljörðum króna verðmeiri en fyrir cóvid. Þetta er ástæða þess að hin ríku hafa orðið ríkari í kórónafaraldrinum á meðan stór hluti hinna verst settu missti vinnuna í lengri eða skemmri tíma og hefur gengið á sparnaðinn sinn síðustu misseri, tekið út lífeyrissparnaðinn sinn og þurft að treysta á stuðning ættingja og vina. Þegar stjórnvöld tala um hvað efnahagsaðgerðir þeirra hafa gengið vel þá eru þau ekki að vísa til þeirra sem misstu vinnuna og hafa mátt þola alvarlegt efnahagslegt áfall heldur hinna sem auðguðust stórkostlega á aðgerðum stjórnarinnar. Og ef það er svo að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tvöfaldaði verðmæti hlutabréfaeignar hinna ríkustu, er þá von að einhver spyrji: Hvar eru múturnar? Hvar eru múturnar? Eins og þú veist vel gæti ég haldið áfram í allan dag að þylja upp svona dæmi. Ef þú ert að lesa þetta býrðu líklega á Íslandi og veist vel að Ísland er gerspillt land og að spillinguna má rekja til vanhelgs sambands stjórnmála og viðskipta. Við erum ekki eina landið sem glímir við spillingu auðs og valda. Og annars staðar, eins og hér, hefur staðan versnað á undanförnum áratugum. Nýfrjálshyggjan hefur fært kapítalismann upp á stig sem kallað hefur verið klíkuveldi hinna ríku. Eða þjófræði. Hin ríku hafa tekið yfir stjórnmálin og í gegnum þau hafa þau yfirtekið ríkisvaldið, sem í orði kveðnu á að vera framkvæmdaarmur lýðræðisvettvangsins þar sem hver maður hefur eitt atkvæði. Yfirráð sín yfir ríkisvaldinu nota hin ríku til að auka enn við auð sinn. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við cóvid báru þessi merki; gríðarlegum fjármunum var ausið úr almannasjóðum, ekki til að bjarga fólki, heldur til að bjarga eigin fé eigenda fyrirtækja. Það má heyra hjá hagsmunasamtökum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda í aðdraganda þessara kosninga að þeir ætla sér enn frekari landvinninga eftir kosningarnar. Hin ríku hafa stillt upp kröfum um stórfelldar skattalækkanir til sín, um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, um einkavæðingu vega og samgöngumannvirkja, um enn aukin tilflutnings valda, auðs og auðlinda frá almenningi til hinna ríku. Um þetta munu kosningarnar snúast, þær verða baráttan um Ísland. Annað hvort förum við enn lengra inn í þjófræði klíkuveldisins eða við snúum af braut og tökum til við að byggja upp ríkisvald sem sannarlega gætir hagsmuna almennings. Liður í þeirri baráttu er að höggva í rætur spillingarinnar svo við getum losað okkur undan eyðileggjandi áhrifum hennar. Sósíalistaflokkur Ísland kynnti í dag tilboð sitt kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Ég hvet þig til að lesa þetta tilboð. Og til að kjósa með hjartanu í haust. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun