Ég á vin... María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun