Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:14 Réttarhöld yfir R. Kelly héldu áfram í gær. getty/Antonio Perez Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. Réttarhöld yfir R. Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum síðasta fimmtudag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna og stúlkna undir lögaldri. Demetrius Smith, fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans, var yfirheyrður sem vitni í réttarsal í dag. Þar var samband Kellys og söngkonunnar Aaliyah til umfjöllunar. Aaliyah skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var orðin stórstjarna þegar hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul árið 2001. Smith greindi frá því hvernig Kelly kynntist Aaliyah þegar hún var fimmtán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tónlistina. Fljótlega hafi hann þó farið að hafa áhyggjur af því að þau væru orðin aðeins of náin en þarna var Kelly 27 ára gamall. Kelly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vandræðum því hún teldi að hún væri orðin ólétt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lögaldri. Smith sagðist þá farið með Aaliyah til að sækja um skilríki fyrir hana og mútað opinberum starfsmanni svo hún væri skráð sem átján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag. Þau Kelly hafi síðan farið og gift sig en hjónabandið hafi verið gert ógilt ári síðar eftir að fjölskylda stúlkunnar komst á snoðir um það. Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tónlist Tengdar fréttir Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Réttarhöld yfir R. Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum síðasta fimmtudag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna og stúlkna undir lögaldri. Demetrius Smith, fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans, var yfirheyrður sem vitni í réttarsal í dag. Þar var samband Kellys og söngkonunnar Aaliyah til umfjöllunar. Aaliyah skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var orðin stórstjarna þegar hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul árið 2001. Smith greindi frá því hvernig Kelly kynntist Aaliyah þegar hún var fimmtán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tónlistina. Fljótlega hafi hann þó farið að hafa áhyggjur af því að þau væru orðin aðeins of náin en þarna var Kelly 27 ára gamall. Kelly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vandræðum því hún teldi að hún væri orðin ólétt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lögaldri. Smith sagðist þá farið með Aaliyah til að sækja um skilríki fyrir hana og mútað opinberum starfsmanni svo hún væri skráð sem átján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag. Þau Kelly hafi síðan farið og gift sig en hjónabandið hafi verið gert ógilt ári síðar eftir að fjölskylda stúlkunnar komst á snoðir um það. Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tónlist Tengdar fréttir Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55