Enrique Iglesias söng í brúðkaupi Róberts og Kseniu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 11:20 Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í það heilaga um helgina. Myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi brúðhjónanna. Myndin er úr þeirra einkasafni. Vinstra megin má sjá Bjarna Guðjónsson, nýráðinn framkvæmdastjóra KR, sem var meðal gesta í veislunni. Christian Oth/Oth Media Group Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova giftu sig í garðinum við heimili sitt í Frakklandi á laugardag. Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Börnin þeirra hafa tekið virkan þátt í brúðkaupshelginni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. Brúðkaupsveislan fór fram á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Um hundrað gestir, meðal annars frá Íslandi, ferðuðust til Frakklands vegna brúðkaupsins, sem stóð yfir í nokkra daga. Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hjónin fyrir utan heimili sitt í Frakklandi. Mynd úr einkasafni hjónanna.Christian Oth/Oth Media Group „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni,“ sagði Róbert í samtali við Vísi fyrir helgi. Þau trúlofuðu sig svo í Íslandsheimsókn árið 2018. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleiða þar vín eins og eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Gestum var auðvitað boðið upp á vín frá þeirri eigin framleiðslu í veisluhöldum helgarinnar. Hér má sjá glitta í fölbleika brúðkaupstertuna. Brúðhjónin klæddust bæði ljósu á brúðkaupsdaginn en fallegt brúðarsjal fylgdi einstökum brúðarkjól Kseniu. Mynd úr einkasafni. Christian Oth/Oth Media Group Tíska og hönnun Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Tengdar fréttir Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Börnin þeirra hafa tekið virkan þátt í brúðkaupshelginni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. Brúðkaupsveislan fór fram á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Um hundrað gestir, meðal annars frá Íslandi, ferðuðust til Frakklands vegna brúðkaupsins, sem stóð yfir í nokkra daga. Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hjónin fyrir utan heimili sitt í Frakklandi. Mynd úr einkasafni hjónanna.Christian Oth/Oth Media Group „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni,“ sagði Róbert í samtali við Vísi fyrir helgi. Þau trúlofuðu sig svo í Íslandsheimsókn árið 2018. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleiða þar vín eins og eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Gestum var auðvitað boðið upp á vín frá þeirri eigin framleiðslu í veisluhöldum helgarinnar. Hér má sjá glitta í fölbleika brúðkaupstertuna. Brúðhjónin klæddust bæði ljósu á brúðkaupsdaginn en fallegt brúðarsjal fylgdi einstökum brúðarkjól Kseniu. Mynd úr einkasafni. Christian Oth/Oth Media Group
Tíska og hönnun Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Tengdar fréttir Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56