Málamiðlun og uppgjöf eru tvennt ólíkt Símon Vestarr skrifar 23. ágúst 2021 11:30 „Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu til málamiðlunar: „Bylgjan að baki Biden, því bylgja var það, sýnir svo glöggt að stundum eru málamiðlanir það sem kemur okkur áfram.“ Hann datt meira að segja í netta ljóðrænu: „Eins gott og hreinsandi og það er að æpa hátt og gefa ekkert eftir, þá er oft skynsamlegra að fara aðra leið ef ópin skila engu.“ Lokapunkturinn var á þann veg að „við þurfum að geta hlustað hvert á annað, annars komumst við ekkert áfram.“ Þessar athugasemdir Kolbeins beindust eflaust að þeim kjósendum VG sem hugnaðist ekki samstarf flokksins með Framsókn og Sjálfstæðisflokki en þær afbaka algjörlega merkingu raunverulegrar málamiðlunar og gildi hennar í stjórnmálum. Flokkurinn sem skilgreinir auðvaldið og skósveina þess sem andstæðing sinn er í raun helsti boðberi málamiðlunar í þessum kosningum. Hvernig fæ ég það út? Ég skal útskýra. Málamiðlun við þá sem ganga erinda eignastéttarinnar er ekki málamiðlun heldur uppgjöf. Segjum sem svo að maður sem er fimmfalt sterkari en þú krói þig af úti í húsasundi með hug á að hafa af þér fé. Þú dirfist að óska eftir því að hann taki ekki peninginn þinn og hann sættist á að taka bara helminginn. Myndirðu kalla það málamiðlun? Varst þú í einhverri samningsstöðu? Var það í valdi einhvers annars en ræningjans hversu miklum peningum yrði stolið af þér þann daginn? Nei, þú miðlaðir ekki málum. Þú gafst einfaldlega upp. „Við höfum haldið því til haga að friðsamleg sambúð þjóða felur ekki í sér sambúð arðræningja og hinna arðrændu, kúgaranna og hinna kúguðu.“ - Ernesto Ché Guevara Ætlar Sósíalistaflokkur Íslands að berjast gegn auðvaldinu? Já. Með kalasnikoff-rifflum eins og Ché og félagar? Nei. Ólíkt þeim sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa sósíalistar lært af sögunni. En hver á nálgunin þá að vera ef hvorki á að vinna með kapítalistum né skjóta þá? Því er auðsvarað: Samtstaðan er vopnið. Ekki samstaða með einhverjum flokkum á Alþingi heldur samstaða með hreyfingum almennings. Í samfélagi þar sem auður og völd eru órjúfanleg hefur launafólk engra annarra kosta völ en að standa saman og neita að láta kúga sig. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt það undanfarin misseri að þegar allir leggjast á eitt er ekkert sem auðvaldið getur gert til að beygja okkur undir sinn vilja. Síðustu þrjátíu ár hefur átt sér stað fordæmalaus tilfærsla á auði upp á við í þessu samfélagi, þannig að þegar sósíalistar segja að stéttabarátta sé staðreynd þá eru þeir ekki að lýsa yfir stríði. Þeir eru að benda á að stríð arðræningja gegn hinum arðrændu hefur staðið yfir áratugum saman. Allt jarm um að það sé ólýðræðislegt að útiloka samstarf með kapítalískum flokkum er viðsnúningur á sannleikanum. Sönn málamiðlun á sér stað á jafningjagrundvelli. Þess vegna er það í þágu málamiðlunar að leggjast á eitt til þess að losa krumlu eignastéttarinnar af stjórnkerfi okkar og atvinnulífi. Það er ekki fyrr en lýðræðishalli ójöfnuðarins hefur verið afgreiddur sem við munum geta komið saman og rætt raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, loftslagsmálum, heilbrigðismálum eða nokkrum öðrum málaflokki. Beint lýðræðisskipulag þar sem ekkert tillit þarf að taka til auðsöfnunarfíknar örfárra aðila er vettvangur raunverulegrar og árangursríkrar málamiðlunar – milli eins jafningja og annars, ekki milli undirokaðrar stéttar og þess hóps sem stendur ofan á henni. Ekki láta neinn segja þér að okkur beri að vatna út tryggð okkar við gildi samfélagslegs réttlætis til að komast að samningaborðinu. Við alþýðan erum samningaborðið, þar sem við bogrum yfir dagsverkum okkar, ógreiddum reikningum og lamandi framtíðaráhyggjum. Það eina sem við þurfum að gera til að kollvarpa öllum áformum yfirstéttarinnar er að rétta úr okkur og standa í lappirnar. Höfundur vermir annað sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Símon Vestarr Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu til málamiðlunar: „Bylgjan að baki Biden, því bylgja var það, sýnir svo glöggt að stundum eru málamiðlanir það sem kemur okkur áfram.“ Hann datt meira að segja í netta ljóðrænu: „Eins gott og hreinsandi og það er að æpa hátt og gefa ekkert eftir, þá er oft skynsamlegra að fara aðra leið ef ópin skila engu.“ Lokapunkturinn var á þann veg að „við þurfum að geta hlustað hvert á annað, annars komumst við ekkert áfram.“ Þessar athugasemdir Kolbeins beindust eflaust að þeim kjósendum VG sem hugnaðist ekki samstarf flokksins með Framsókn og Sjálfstæðisflokki en þær afbaka algjörlega merkingu raunverulegrar málamiðlunar og gildi hennar í stjórnmálum. Flokkurinn sem skilgreinir auðvaldið og skósveina þess sem andstæðing sinn er í raun helsti boðberi málamiðlunar í þessum kosningum. Hvernig fæ ég það út? Ég skal útskýra. Málamiðlun við þá sem ganga erinda eignastéttarinnar er ekki málamiðlun heldur uppgjöf. Segjum sem svo að maður sem er fimmfalt sterkari en þú krói þig af úti í húsasundi með hug á að hafa af þér fé. Þú dirfist að óska eftir því að hann taki ekki peninginn þinn og hann sættist á að taka bara helminginn. Myndirðu kalla það málamiðlun? Varst þú í einhverri samningsstöðu? Var það í valdi einhvers annars en ræningjans hversu miklum peningum yrði stolið af þér þann daginn? Nei, þú miðlaðir ekki málum. Þú gafst einfaldlega upp. „Við höfum haldið því til haga að friðsamleg sambúð þjóða felur ekki í sér sambúð arðræningja og hinna arðrændu, kúgaranna og hinna kúguðu.“ - Ernesto Ché Guevara Ætlar Sósíalistaflokkur Íslands að berjast gegn auðvaldinu? Já. Með kalasnikoff-rifflum eins og Ché og félagar? Nei. Ólíkt þeim sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa sósíalistar lært af sögunni. En hver á nálgunin þá að vera ef hvorki á að vinna með kapítalistum né skjóta þá? Því er auðsvarað: Samtstaðan er vopnið. Ekki samstaða með einhverjum flokkum á Alþingi heldur samstaða með hreyfingum almennings. Í samfélagi þar sem auður og völd eru órjúfanleg hefur launafólk engra annarra kosta völ en að standa saman og neita að láta kúga sig. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt það undanfarin misseri að þegar allir leggjast á eitt er ekkert sem auðvaldið getur gert til að beygja okkur undir sinn vilja. Síðustu þrjátíu ár hefur átt sér stað fordæmalaus tilfærsla á auði upp á við í þessu samfélagi, þannig að þegar sósíalistar segja að stéttabarátta sé staðreynd þá eru þeir ekki að lýsa yfir stríði. Þeir eru að benda á að stríð arðræningja gegn hinum arðrændu hefur staðið yfir áratugum saman. Allt jarm um að það sé ólýðræðislegt að útiloka samstarf með kapítalískum flokkum er viðsnúningur á sannleikanum. Sönn málamiðlun á sér stað á jafningjagrundvelli. Þess vegna er það í þágu málamiðlunar að leggjast á eitt til þess að losa krumlu eignastéttarinnar af stjórnkerfi okkar og atvinnulífi. Það er ekki fyrr en lýðræðishalli ójöfnuðarins hefur verið afgreiddur sem við munum geta komið saman og rætt raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, loftslagsmálum, heilbrigðismálum eða nokkrum öðrum málaflokki. Beint lýðræðisskipulag þar sem ekkert tillit þarf að taka til auðsöfnunarfíknar örfárra aðila er vettvangur raunverulegrar og árangursríkrar málamiðlunar – milli eins jafningja og annars, ekki milli undirokaðrar stéttar og þess hóps sem stendur ofan á henni. Ekki láta neinn segja þér að okkur beri að vatna út tryggð okkar við gildi samfélagslegs réttlætis til að komast að samningaborðinu. Við alþýðan erum samningaborðið, þar sem við bogrum yfir dagsverkum okkar, ógreiddum reikningum og lamandi framtíðaráhyggjum. Það eina sem við þurfum að gera til að kollvarpa öllum áformum yfirstéttarinnar er að rétta úr okkur og standa í lappirnar. Höfundur vermir annað sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík Suður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun