Hátíðarmatseðillinn 17. júní: Opið bréf til allra frambjóðenda til Alþingis 2021 Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar 24. ágúst 2021 07:30 Ég ætla að byrja á því segja ykkur, frambjóðendur allra flokka, frá stöðufærslu sem hefur gengið reglulega á samfélagsmiðlum síðan þeir komu fram á sjónarsviðið en hefur í raun ekki hlotið nógu mikla athygli, þrátt fyrir að vera eins sannur og að sólin kemur upp í austri og sest í vestri. Að því loknu ætla ég að segja ykkur frá hátíðarmatseðli á tveim stöðum þann 17. júní á ónefndu ári fyrir ekkert svo löngu síðan. Þetta er um málefni sem snertir okkur öll, nánustu ættingja okkar, vini og kunningja og er aðeins á valdi ríkjandi stjórnvalda hverju sinni að koma í lag því þetta málefni er til svo háborinar skammar fyrir land og þjóð að það verður aldrei hægt með nokkru móti að réttlæta það. Aldrei! Stöðufærslan: „Setjum gamla fólkið í fangelsi og glæpamenn á elliheimili! Þá fengi gamla fólkið aðgang að baði daglega, tölvu og sjónvarpi, líkamsrækt og gönguferðum. Allt starfsfólk talaði íslensku við það og enginn stæli frá þeim. Þeir sem vildu gætu stundað nám, smá vinnu, eða dútlað við föndur og gamla fólkið fengi greitt í stað þess að þurfa að borga meirihluta af ellilífeyrirnum sínum til að dvelja á staðnum. Bubbi Morthens og Ari Eldjárn kæmu svo til að skemmta á Þorláksmessu og aðfangadag. Í staðin fegngju glæpamennirnir fengju þá kaldan mat, engan pening, væru aleinir, starfsfólkið talaði allt að 10 ólík tungumál og enga íslensku, þeir þyrftu að slökkva ljósin kl. 20 og fengju að fara í bað einu sinni í viku. Félagar úr Harmónikkufélagi Reykjavíkur kæmu til að skemmta þeim á sjómannadaginn.“ Svona er staðan því miður og öllum virðist vera nákvæmlega sama um að gamla fólkið er vanrækt, illa haldið og fær ekki þann næringarríka mat sem það þarfnast og að fá að komast í bað er eitthvað sem eldra fólk þarf oftar en einu sinni í viku til að fá ekki legu eða nuddsár á viðkvæmum stöðum líkamans. Hátíðarmatseðillinn! Þessa sögu fékk ég frá ónefndum aðila og nöfnum er breytt til að vernda þá sem hlut eiga að máli enda vill gamli maðurinn ekkert vera að „kvarta“ eins og hann sagði, hann er bara sár, svekktur og finnst hann vera svikinn af fólkinu í því þjóðfélagi sem hann byggði ásamt sinni kynslóð upp með dugnaði, mikilli vinnu við kröpp og erfið kjör því honum var lofað „áhyggjulausu ævikvöldi“ þegar hann færi á eftirlaun. Áhyggjulausa ævikvöldið var að martröð í fátækt, afskiptaleysi og hálfgerðri kúgun inni á stofnun sem lætur einskis freistað að auglýsa gæði öldrunarþjónustu sinnar en stelur öllum lífeyrissparnaði gamla fólksins til að stjórnendur og „eigendur“ þessa „fyrirtækis“ geti lifað í vellystingum og passa að viðhald húsnæðis og tækja þessarar stofnunar fari nú ekki fram úr kostnaðaráætlunum og nýta sér aðeins lágmarksfjölda starfsfólks, helst útlendinga á allra lægstu launum. Þjónustan er svo eftir því. Þessi gamli maður á einn son sem heimsækir pabba sinn reglulega og reynir að gera eitthvað með honum til afþreyingar og þá sérstaklega á hátíðisdögum en eins og allir vita, eða ættu að vita, er sú kynslóð eldra fólks sem nú er komin um og yfir sjötugt minnisstætt þegar lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fyrir þetta fólk er þetta mikill hátíðisdagur. Þegar sonur hans kom til pabba síns undir hádegi þennan dag var sá gamli búinn að klæða sig upp í jakkaföt vegna dagsins og nú skyldi arkað í matsal elliheimilisins og snæddur hátíðarmatur í hádeginu en síðan skyldi haldið niður í miðbæ til að halda upp á daginn. Þegar niður var komið biðu bakkar frá mötuneyti út í bæ þess að vera afhentir gamla fólkinu en hátíðarmaturinn fyrir gamla fólkið samanstóð af einni og hálfri kaldri pylsu, kaldri kartöflustöppu úr pakka og slettu af bökuðum baunum. Sonurinn horfði á pabba sinn brotna niður á þessum tímapunkti þar sem hann horfði á þennan svokallaða hátíðarmat brostnum augum með tárin rennandi niður kinnarnar og spurði síðan brostinni röddu; „var mitt vinnuframlag í sextíu ár ekki meira virði en þetta?“ Sonur mannsins var miður sín og um leið öskureiður yfir því hvernig komið væri fram við gamla fólkið á sjálfan þjóðhátíðardaginn en gat ekki snúið sér til neins yfirmanns á staðnum því allir voru þeir við hátíðarhöldin niður í bæ eða heima hjá sér að borða hádegismat. Hádegismat sem var örugglega ekki sprungnar, kaldar pylsur með kartöflumús. Hann gekk fram í andyrið og hringdi í kunninga sinn sem starfaði við fangelsið á Litla Hrauni við Eyrarbakka því hann vissi að kunninginn var á vakt í fangelsinu og spurði hann eftir stutt samtal hvernig hátíðarmaturinn hjá föngunum væri þetta árið. Svarið sem hann fékk var að vel væri nú gert við fangana, það væri þríréttað, ofnsteikt lambalæri með öllu tilheyrandi, súpa í forrétt og ís í eftirrétt, það væri jú 17. júní. Sonur gamla mannsins sendi kunningjanum á Litla Hrauni mynd af „hátíðarmat“ föður síns og spurði hvort fangarnir mundu sætta sig við svona mat á 17. júní, þetta væri það sem gamla fólkinu væri boðið upp á þessum hátíðardegi. Í símanum var löng þögn og síðan sagði kunninginn; „þú lýgur þessu“. Hann trúði ekki að þetta væri hátíðarmaturinn sem gamla fólkinu væri boðið upp á. Ekkert frekar en stjórnmálafólkið trúir því, eða hreinlega hunsar það næringarlausa rusl sem gamla fólkinu er boðið upp á alla jafna frá þeim mötuneytum sem skaffa eldra fólki þessa lands mat á elliheimilum eða í heimsendingu enda eru þær ófáar sögurnar sem birst hafa á samfélagsmiðlum með myndum af hreinu og kláru óæti sem þessu fólki er boðið. Óæti sem varla væri hægt að flokka sem dýrafóður, hvað þá heldur sem mannamatur. Lokaorð! Til ykkar sem ætlið að bjóða fram þjónustu ykkar í komandi alþingiskosningum og hafið lesið þennan pistil þá skora ég á ykkur að fara og kynna ykkur það fæði og þá aðstöðu sem gamla fólkinu er boðið upp á í dag á þeim stöðum sem kölluðust elliheimili hér áður fyrr en kallast í dag öldrunarþjónsta eða hjúkrunarheimili ásamt því hvernig hugsað er um þetta fólk. Hlustið á þetta fólk og spyrjið það hvað það hafi fyrir stafni á daginn og hvort það fái heimsóknir og hvort starfsfólkið spjalli við það eða sýni því og þeirra lífi einhvern áhuga. Farið svo í fangelsin. Skoðið aðstöðu fanga, mötuneyti, matseðla og hvernig þeirra aðstaða sé og hvað þeir hafi fyrir stafni í þeirri vist sem þeir eru og berið það saman við öldrunarþjónustuna. Ég er nokkuð viss um að útkoman úr þeim samanburði á eftir að verða sjokkerandi. Þau ykkar sem ekki nennið eða hafið ekki áhuga á að kynna ykkur þessi mál, þá vinsamlega gerið þjóðinni þann greiða að draga framboð ykkar til baka, því þá eigið þið ekkert erindi í það starf að ÞJÓNA almenningi í landinu með setu á Alþingi Íslendinga. Með vinsemd og mismikilli virðingu. Höfundur er efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að byrja á því segja ykkur, frambjóðendur allra flokka, frá stöðufærslu sem hefur gengið reglulega á samfélagsmiðlum síðan þeir komu fram á sjónarsviðið en hefur í raun ekki hlotið nógu mikla athygli, þrátt fyrir að vera eins sannur og að sólin kemur upp í austri og sest í vestri. Að því loknu ætla ég að segja ykkur frá hátíðarmatseðli á tveim stöðum þann 17. júní á ónefndu ári fyrir ekkert svo löngu síðan. Þetta er um málefni sem snertir okkur öll, nánustu ættingja okkar, vini og kunningja og er aðeins á valdi ríkjandi stjórnvalda hverju sinni að koma í lag því þetta málefni er til svo háborinar skammar fyrir land og þjóð að það verður aldrei hægt með nokkru móti að réttlæta það. Aldrei! Stöðufærslan: „Setjum gamla fólkið í fangelsi og glæpamenn á elliheimili! Þá fengi gamla fólkið aðgang að baði daglega, tölvu og sjónvarpi, líkamsrækt og gönguferðum. Allt starfsfólk talaði íslensku við það og enginn stæli frá þeim. Þeir sem vildu gætu stundað nám, smá vinnu, eða dútlað við föndur og gamla fólkið fengi greitt í stað þess að þurfa að borga meirihluta af ellilífeyrirnum sínum til að dvelja á staðnum. Bubbi Morthens og Ari Eldjárn kæmu svo til að skemmta á Þorláksmessu og aðfangadag. Í staðin fegngju glæpamennirnir fengju þá kaldan mat, engan pening, væru aleinir, starfsfólkið talaði allt að 10 ólík tungumál og enga íslensku, þeir þyrftu að slökkva ljósin kl. 20 og fengju að fara í bað einu sinni í viku. Félagar úr Harmónikkufélagi Reykjavíkur kæmu til að skemmta þeim á sjómannadaginn.“ Svona er staðan því miður og öllum virðist vera nákvæmlega sama um að gamla fólkið er vanrækt, illa haldið og fær ekki þann næringarríka mat sem það þarfnast og að fá að komast í bað er eitthvað sem eldra fólk þarf oftar en einu sinni í viku til að fá ekki legu eða nuddsár á viðkvæmum stöðum líkamans. Hátíðarmatseðillinn! Þessa sögu fékk ég frá ónefndum aðila og nöfnum er breytt til að vernda þá sem hlut eiga að máli enda vill gamli maðurinn ekkert vera að „kvarta“ eins og hann sagði, hann er bara sár, svekktur og finnst hann vera svikinn af fólkinu í því þjóðfélagi sem hann byggði ásamt sinni kynslóð upp með dugnaði, mikilli vinnu við kröpp og erfið kjör því honum var lofað „áhyggjulausu ævikvöldi“ þegar hann færi á eftirlaun. Áhyggjulausa ævikvöldið var að martröð í fátækt, afskiptaleysi og hálfgerðri kúgun inni á stofnun sem lætur einskis freistað að auglýsa gæði öldrunarþjónustu sinnar en stelur öllum lífeyrissparnaði gamla fólksins til að stjórnendur og „eigendur“ þessa „fyrirtækis“ geti lifað í vellystingum og passa að viðhald húsnæðis og tækja þessarar stofnunar fari nú ekki fram úr kostnaðaráætlunum og nýta sér aðeins lágmarksfjölda starfsfólks, helst útlendinga á allra lægstu launum. Þjónustan er svo eftir því. Þessi gamli maður á einn son sem heimsækir pabba sinn reglulega og reynir að gera eitthvað með honum til afþreyingar og þá sérstaklega á hátíðisdögum en eins og allir vita, eða ættu að vita, er sú kynslóð eldra fólks sem nú er komin um og yfir sjötugt minnisstætt þegar lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fyrir þetta fólk er þetta mikill hátíðisdagur. Þegar sonur hans kom til pabba síns undir hádegi þennan dag var sá gamli búinn að klæða sig upp í jakkaföt vegna dagsins og nú skyldi arkað í matsal elliheimilisins og snæddur hátíðarmatur í hádeginu en síðan skyldi haldið niður í miðbæ til að halda upp á daginn. Þegar niður var komið biðu bakkar frá mötuneyti út í bæ þess að vera afhentir gamla fólkinu en hátíðarmaturinn fyrir gamla fólkið samanstóð af einni og hálfri kaldri pylsu, kaldri kartöflustöppu úr pakka og slettu af bökuðum baunum. Sonurinn horfði á pabba sinn brotna niður á þessum tímapunkti þar sem hann horfði á þennan svokallaða hátíðarmat brostnum augum með tárin rennandi niður kinnarnar og spurði síðan brostinni röddu; „var mitt vinnuframlag í sextíu ár ekki meira virði en þetta?“ Sonur mannsins var miður sín og um leið öskureiður yfir því hvernig komið væri fram við gamla fólkið á sjálfan þjóðhátíðardaginn en gat ekki snúið sér til neins yfirmanns á staðnum því allir voru þeir við hátíðarhöldin niður í bæ eða heima hjá sér að borða hádegismat. Hádegismat sem var örugglega ekki sprungnar, kaldar pylsur með kartöflumús. Hann gekk fram í andyrið og hringdi í kunninga sinn sem starfaði við fangelsið á Litla Hrauni við Eyrarbakka því hann vissi að kunninginn var á vakt í fangelsinu og spurði hann eftir stutt samtal hvernig hátíðarmaturinn hjá föngunum væri þetta árið. Svarið sem hann fékk var að vel væri nú gert við fangana, það væri þríréttað, ofnsteikt lambalæri með öllu tilheyrandi, súpa í forrétt og ís í eftirrétt, það væri jú 17. júní. Sonur gamla mannsins sendi kunningjanum á Litla Hrauni mynd af „hátíðarmat“ föður síns og spurði hvort fangarnir mundu sætta sig við svona mat á 17. júní, þetta væri það sem gamla fólkinu væri boðið upp á þessum hátíðardegi. Í símanum var löng þögn og síðan sagði kunninginn; „þú lýgur þessu“. Hann trúði ekki að þetta væri hátíðarmaturinn sem gamla fólkinu væri boðið upp á. Ekkert frekar en stjórnmálafólkið trúir því, eða hreinlega hunsar það næringarlausa rusl sem gamla fólkinu er boðið upp á alla jafna frá þeim mötuneytum sem skaffa eldra fólki þessa lands mat á elliheimilum eða í heimsendingu enda eru þær ófáar sögurnar sem birst hafa á samfélagsmiðlum með myndum af hreinu og kláru óæti sem þessu fólki er boðið. Óæti sem varla væri hægt að flokka sem dýrafóður, hvað þá heldur sem mannamatur. Lokaorð! Til ykkar sem ætlið að bjóða fram þjónustu ykkar í komandi alþingiskosningum og hafið lesið þennan pistil þá skora ég á ykkur að fara og kynna ykkur það fæði og þá aðstöðu sem gamla fólkinu er boðið upp á í dag á þeim stöðum sem kölluðust elliheimili hér áður fyrr en kallast í dag öldrunarþjónsta eða hjúkrunarheimili ásamt því hvernig hugsað er um þetta fólk. Hlustið á þetta fólk og spyrjið það hvað það hafi fyrir stafni á daginn og hvort það fái heimsóknir og hvort starfsfólkið spjalli við það eða sýni því og þeirra lífi einhvern áhuga. Farið svo í fangelsin. Skoðið aðstöðu fanga, mötuneyti, matseðla og hvernig þeirra aðstaða sé og hvað þeir hafi fyrir stafni í þeirri vist sem þeir eru og berið það saman við öldrunarþjónustuna. Ég er nokkuð viss um að útkoman úr þeim samanburði á eftir að verða sjokkerandi. Þau ykkar sem ekki nennið eða hafið ekki áhuga á að kynna ykkur þessi mál, þá vinsamlega gerið þjóðinni þann greiða að draga framboð ykkar til baka, því þá eigið þið ekkert erindi í það starf að ÞJÓNA almenningi í landinu með setu á Alþingi Íslendinga. Með vinsemd og mismikilli virðingu. Höfundur er efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun