Millilandaflug fer úr skorðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 11:48 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir. Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir.
Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11