J. R. Smith fær leyfi til að keppa með skólaliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Náms-/íþróttamaðurinn J. R. Smith. Complex J. R. Smith, fyrrum leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, skráði sig nýverið í háskóla og ákvað að skrá sig í golflið skólans í leiðinni. Hann hefur nú fengið keppnisleyfi og mun því spila með skólaliðinu, NC A&T Aggies, á meðan námi stendur. Vísir greindi frá því nýverið að hinn 35 ára gamli J. R. Smith – sem varð tvívegis NBA meistari – hafi ákveðið að setjast á skólabekk þar sem skórnir væru farnir upp í hillu. Ásamt því að stunda nám við A&T State-háskólann í Norður-Karólínu ákvað Smith að spila golf með skólaliðinu en Smith er einkar fær á golfvellinum. Til þess þurfti hann að fá leyfi frá NCAA, National Collegiate Athletic Association. Það er nú komið. The NCAA has cleared J.R. Smith to play golf for the NC A&T Aggies pic.twitter.com/vLP8y4Lm35— Bleacher Report (@BleacherReport) August 24, 2021 „Þetta var mögulega einhver mesta spenna sem ég hef upplifað í dágóða stund. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara, að geta kallað sjálfan mig náms-/íþróttamann er frábær tilfinning,“ sagði J. R. eftir að leyfið datt í hús. J. R. Smith hætti í skóla aðeins 17 ára gamall til að elta drauminn og gerast atvinnumaður í körfubolta. Nú 18 árum síðar er hann loks kominn aftur á skólabekkinn og er spenntur fyrir komandi tímum þó þeir verði mjög krefjandi. Það á svo einfaldlega eftir að koma í ljós hvort Smith haldi sig við bækurnar eða ákveði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi. Golf Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Vísir greindi frá því nýverið að hinn 35 ára gamli J. R. Smith – sem varð tvívegis NBA meistari – hafi ákveðið að setjast á skólabekk þar sem skórnir væru farnir upp í hillu. Ásamt því að stunda nám við A&T State-háskólann í Norður-Karólínu ákvað Smith að spila golf með skólaliðinu en Smith er einkar fær á golfvellinum. Til þess þurfti hann að fá leyfi frá NCAA, National Collegiate Athletic Association. Það er nú komið. The NCAA has cleared J.R. Smith to play golf for the NC A&T Aggies pic.twitter.com/vLP8y4Lm35— Bleacher Report (@BleacherReport) August 24, 2021 „Þetta var mögulega einhver mesta spenna sem ég hef upplifað í dágóða stund. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara, að geta kallað sjálfan mig náms-/íþróttamann er frábær tilfinning,“ sagði J. R. eftir að leyfið datt í hús. J. R. Smith hætti í skóla aðeins 17 ára gamall til að elta drauminn og gerast atvinnumaður í körfubolta. Nú 18 árum síðar er hann loks kominn aftur á skólabekkinn og er spenntur fyrir komandi tímum þó þeir verði mjög krefjandi. Það á svo einfaldlega eftir að koma í ljós hvort Smith haldi sig við bækurnar eða ákveði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi.
Golf Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira