Hyggst leiða saman annars konar ríkisstjórn en nú situr Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2021 11:20 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í nýútkominni kosningastefnu sinni er hækkun barnabóta upp í 54 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalfjölskyldu og ný stjórnarskrá. Þá ætlar flokkurinn sér að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptist í fjóra hluta. „Samfylkingin ætlar að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Ríkisstjórn sem setur fjölskyldur í forgang, er tilbúin að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja, byggja upp sterkara samfélag með nýrri atvinnustefnu, þar sem allir hafa aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins þegar hann kynnti stefnuna. Hyggjast hækka barnabætur og grunnlífeyri Samfylkingin leggur áherslu á hækkun barnabóta og bætingu kjara eldra fólks og öryrkja. Ætlaðar aðgerðir fela í sér upptöku norræns barnabótakerfis þar sem barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54 þúsund krónur á mánuði, skattfrjálst. Þá hyggst flokkurinn hækka grunnlífeyri eldra fólks og öryrkja til samræmis við Lífskjarasamningana og hækka frítekjumörk. Ætla sér stóra hluti í loftslagsmálum „Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meðal boðaðra aðgerða flokksins er lögfesting loftslagsmarkmiðs um minnst 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, og flýta Borgarlínu. Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og ný atvinnustefna Samfylkingin ætlar sér að ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum. Flokkurinn ætlar að auka fjármagn, bæta mönnun og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu um allt land. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun væri að gera sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni mun aðgengilegri og gjaldfrjálsa. Þá ætlar Samfylkingin að að móta nýja og spennandi atvinnustefnu sem byggir meira á hugviti og grænum umskiptum og styðja betur við lítil fyrirtæki og einyrkja með upptöku sérstaks frítekjumarks fyrirtækja. Að sögn flokksins eru það nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Sækja gegn sérhagsmunum og jafna tækifæri Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, hærri veiðigjöld og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni. Flokkurinn leggur áherslu á að þjóðin fái að kjósa um áframhald viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá verði sett á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs, að ný og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks verði tekin upp og að samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Kosningastefnu Samfylkingarinnar má sjá í heild sinni á vef flokksins. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptist í fjóra hluta. „Samfylkingin ætlar að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Ríkisstjórn sem setur fjölskyldur í forgang, er tilbúin að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja, byggja upp sterkara samfélag með nýrri atvinnustefnu, þar sem allir hafa aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins þegar hann kynnti stefnuna. Hyggjast hækka barnabætur og grunnlífeyri Samfylkingin leggur áherslu á hækkun barnabóta og bætingu kjara eldra fólks og öryrkja. Ætlaðar aðgerðir fela í sér upptöku norræns barnabótakerfis þar sem barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54 þúsund krónur á mánuði, skattfrjálst. Þá hyggst flokkurinn hækka grunnlífeyri eldra fólks og öryrkja til samræmis við Lífskjarasamningana og hækka frítekjumörk. Ætla sér stóra hluti í loftslagsmálum „Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meðal boðaðra aðgerða flokksins er lögfesting loftslagsmarkmiðs um minnst 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, og flýta Borgarlínu. Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og ný atvinnustefna Samfylkingin ætlar sér að ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum. Flokkurinn ætlar að auka fjármagn, bæta mönnun og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu um allt land. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun væri að gera sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni mun aðgengilegri og gjaldfrjálsa. Þá ætlar Samfylkingin að að móta nýja og spennandi atvinnustefnu sem byggir meira á hugviti og grænum umskiptum og styðja betur við lítil fyrirtæki og einyrkja með upptöku sérstaks frítekjumarks fyrirtækja. Að sögn flokksins eru það nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Sækja gegn sérhagsmunum og jafna tækifæri Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, hærri veiðigjöld og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni. Flokkurinn leggur áherslu á að þjóðin fái að kjósa um áframhald viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá verði sett á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs, að ný og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks verði tekin upp og að samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Kosningastefnu Samfylkingarinnar má sjá í heild sinni á vef flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30