Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2021 10:53 Byssumaðurinn vakti óhug við Kaffistofu Samhjálpar í júní. Vísir/ArnarHalldórs 29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social. Það var þann 26. júní sem greint var frá ástandi sem komið hefði upp við kaffistofuna þar sem tveir karlmenn hefðu flúið undan vopnuðum manni. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Lögregla vildi litlar sem engar upplýsingar veita um rannsókn málsins. Saug hvítt duft upp í nefið sér Karlmaðurinn var á dögunum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Í greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið svartklæddur og virkað í annarlegu ástandi. Lögreglumenn hafi orðið vitni að því að hann saug hvítt duft upp í nefið á sér. Sagðist hann aðspurður eftir handtöku hafa verið að taka kókaín. Karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.Vísir/Vilhelm Þá er því lýst þegar hann var handtekinn eftir að hafa verið með byssuna á lofti með ógnandi tilburðum. Sérsveitarmenn hafi náð honum á grjótgarði við Sæbrautina og hann hafi þá með einni snöggri hreyfingu tekið skammbyssuna upp og kastað frá sér. Grunur leikur á að þessi aðför hafi verið liður í uppgjöri eða hefnd sem beindist sérstaklega gegn karlmanni sem var á svæðinu. Aðspurður skömmu eftir handtöku um hver ástæðan hafi verið fyrir því að hann var með byssu svaraði sakborningur: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“. Skothylki í hlaupi og ekkert öryggi Í ákærunni kemur fram að skammbyssan hafi verið af tegundinni Pietro Beretta af hlaupvídd 7,65 mm. Ákæran er í fimm liðum. Hann er í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa beint byssunni að karlmönnunum tveimur og þannig ógnað þeim. Í öðru lagi fyrir að beina byssunni að tveimur lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann gerði það í tvígang en lögreglumennirnir voru á þeim tíma í lögreglubíl. Í þriðja lagi fyrir sams konar brot gegn tveimur lögreglumönnum til viðbótar. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ítrekað á leið sinni frá kaffistofunni og að Sæbraut við Snorrabraut dregið upp hlöðnu hálfsjálfvirku skammbyssuna og beina í ýmsar áttir þar sem vegfarendur áttu leið hjá. Hamar byssunnar var uppdreginn, skothylki í hlaupinu og önnur sex í skotgeymi án þess að öryggi hennar væri á. Að lokum er hann ákærður fyrir að hafa haft byssuna í sínum vörslum án skotvopnaleyfis. Auk þess var hann með fjaðrarhníf af tegundinni AKC Italy á sér. Lögregla krefst þess að bæði vopnin verði gerð upptæk. Líkamsárás á Sushi Social Karlmaðurinn er grunaður um fleiri mál, þar á meðal hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að hann sé grunaður um stórfellda líkamsárás eða hugsanlega tilraun til manndráps í því tilviki. Athygli vakti að karlmanninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu í því máli. Þá er hann grunaður um aðra líkamsárás í samverknaði við tvo í mars á þessu ári. Grunur leikur á að líkamsárásin hafi verið liður í svokallaðri handrukkun eða annars konar uppgjöri, eða hefnd. Þá var hann handtekinn með kókaín á sér í apríl auk þess sem hann sætir nú þegar ákæru fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana og fíkniefni. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina. 2. júlí 2021 14:00 Lögreglan þögul sem gröfin: Byssumaðurinn sá sem stakk mann með hníf á Sushi Social Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill engar upplýsingar veita um stöðuna á rannsókn á máli karlmanns sem handtekinn var með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag. 1. júlí 2021 06:01 Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Það var þann 26. júní sem greint var frá ástandi sem komið hefði upp við kaffistofuna þar sem tveir karlmenn hefðu flúið undan vopnuðum manni. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Lögregla vildi litlar sem engar upplýsingar veita um rannsókn málsins. Saug hvítt duft upp í nefið sér Karlmaðurinn var á dögunum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Í greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið svartklæddur og virkað í annarlegu ástandi. Lögreglumenn hafi orðið vitni að því að hann saug hvítt duft upp í nefið á sér. Sagðist hann aðspurður eftir handtöku hafa verið að taka kókaín. Karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.Vísir/Vilhelm Þá er því lýst þegar hann var handtekinn eftir að hafa verið með byssuna á lofti með ógnandi tilburðum. Sérsveitarmenn hafi náð honum á grjótgarði við Sæbrautina og hann hafi þá með einni snöggri hreyfingu tekið skammbyssuna upp og kastað frá sér. Grunur leikur á að þessi aðför hafi verið liður í uppgjöri eða hefnd sem beindist sérstaklega gegn karlmanni sem var á svæðinu. Aðspurður skömmu eftir handtöku um hver ástæðan hafi verið fyrir því að hann var með byssu svaraði sakborningur: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“. Skothylki í hlaupi og ekkert öryggi Í ákærunni kemur fram að skammbyssan hafi verið af tegundinni Pietro Beretta af hlaupvídd 7,65 mm. Ákæran er í fimm liðum. Hann er í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa beint byssunni að karlmönnunum tveimur og þannig ógnað þeim. Í öðru lagi fyrir að beina byssunni að tveimur lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann gerði það í tvígang en lögreglumennirnir voru á þeim tíma í lögreglubíl. Í þriðja lagi fyrir sams konar brot gegn tveimur lögreglumönnum til viðbótar. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ítrekað á leið sinni frá kaffistofunni og að Sæbraut við Snorrabraut dregið upp hlöðnu hálfsjálfvirku skammbyssuna og beina í ýmsar áttir þar sem vegfarendur áttu leið hjá. Hamar byssunnar var uppdreginn, skothylki í hlaupinu og önnur sex í skotgeymi án þess að öryggi hennar væri á. Að lokum er hann ákærður fyrir að hafa haft byssuna í sínum vörslum án skotvopnaleyfis. Auk þess var hann með fjaðrarhníf af tegundinni AKC Italy á sér. Lögregla krefst þess að bæði vopnin verði gerð upptæk. Líkamsárás á Sushi Social Karlmaðurinn er grunaður um fleiri mál, þar á meðal hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að hann sé grunaður um stórfellda líkamsárás eða hugsanlega tilraun til manndráps í því tilviki. Athygli vakti að karlmanninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu í því máli. Þá er hann grunaður um aðra líkamsárás í samverknaði við tvo í mars á þessu ári. Grunur leikur á að líkamsárásin hafi verið liður í svokallaðri handrukkun eða annars konar uppgjöri, eða hefnd. Þá var hann handtekinn með kókaín á sér í apríl auk þess sem hann sætir nú þegar ákæru fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana og fíkniefni.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina. 2. júlí 2021 14:00 Lögreglan þögul sem gröfin: Byssumaðurinn sá sem stakk mann með hníf á Sushi Social Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill engar upplýsingar veita um stöðuna á rannsókn á máli karlmanns sem handtekinn var með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag. 1. júlí 2021 06:01 Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina. 2. júlí 2021 14:00
Lögreglan þögul sem gröfin: Byssumaðurinn sá sem stakk mann með hníf á Sushi Social Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill engar upplýsingar veita um stöðuna á rannsókn á máli karlmanns sem handtekinn var með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag. 1. júlí 2021 06:01
Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09
Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37
Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34