Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 08:00 Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun