Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 08:00 Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun