Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:56 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, bindur miklar vonir við það að ríkið niðurgreiði hraðpróf sem gestir viðburða munu þurfa að undirgangast. Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira