Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 08:45 Íbúi í Nýju Orleans ber sandpoka sem hann nældi sér í frá borgaryfirvöldum. Hluti borgarbúa hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín en aðrir hvattir til að fara að eigin hvötum. AP/Max Becherer/The Times-Picayune/The New Orleans Advocate Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira