Fyrstu verkin að tengja krónuna við evru og lögfesta samning um réttindi fatlaðs fólks Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 19:25 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kallar eftir kerfisbreytingum. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að fái flokkurinn umboð verði það fyrsta verkefni hans að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við evru. Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01