Brynjar Björn: Það skiptir bara máli hvar þú ert í lok september Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. ágúst 2021 22:19 Brynjar Björn Gunnarsson var svekktur eftir leik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjari Birni, þjálfara HK, var mjög létt þegar lokaflautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki