Við eigum ekki að þurfa eina bylgju enn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 30. ágúst 2021 07:31 Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 MeToo Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun